Sport

Marion Jones laus úr fangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marion Jones eftir dómsuppkvaðninguna í fyrra.
Marion Jones eftir dómsuppkvaðninguna í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones er laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í hálft ár fyrir að hafa logið um steranotkun sína og tekið þátt í samsæri um lyfjamisferli.

Jones er í dag 32 ára gömul og var talin á sínum tíma ein besta frjálsíþróttakonan sem hafði komið fram. Hún vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2003 en þau voru öll tekin af henni.

Hún bar ljúgvitni árið 2003 og viðurkenndi í fyrra steranotkun sína.

Bandarískt íþróttalíf hefur verið þrálátlega orðað við lyfjamisnotkun, þá sérstaklega í frjálsum íþróttum, hafnarbolta og bandarískum ruðningi. Nú hafa yfirvöld í þessum þremur íþróttagreinum tekið höndum saman til að reyna að vinna bug á þessu vandamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×