Körfubolti

Tvíhöfði í beinni í NBA í nótt

Kevin Garnett og félagar geta komist í aðra umferð með sigri í kvöld
Kevin Garnett og félagar geta komist í aðra umferð með sigri í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Körfuboltaáhugamenn fá nóg fyrir sinn snúð í kvöld þegar hægt verður að sjá tvo leiki í úrslitakeppninni í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Sjötta viðureign Atlanta og Boston verður sýnd beint á miðnætti á Stöð 2 Sport og strax þar á eftir verður bein útsending frá sjötta leik Utah og Houston á NBA TV. Leikurinn hefst um kl. 02:30.

Boston er í ágætri stöðu í einvígi sínu gegn Atlanta og hefur yfir 3-2 eftir sigur á heimavelli sínum í fimmta leiknum. Sjötti leikurinn er hinsvegar á dagskrá í Atlanta í kvöld og þar tapaði Boston óvænt bæði leik 3 og 4.

Staðan í viðureign Utah og Houston er 3-2 fyrir Utah og getur liðið því komist í aðra umferð með sigri á heimavelli í kvöld.

Þá getur Cleveland einnig tryggt sig í aðra umferð með sigri á Washington í kvöld þar sem liðið hefur yfir 3-2. Leikurinn í kvöld fer fram í höfuðborginni Washington.

Lið heimamanna verður án Gilbert Arenas sem tæplega kemur meira við sögu með liðinu vegna meiðsla - og þá verður liðið án Darius Songaila í kvöld, en hann fékk eins leiks bann fyrir að slá til LeBron James í síðasta leik liðanna. Smelltu hér til að sjá atvikið.

NBA Bloggið á Vísi. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×