Draumurinn rættist ekki þetta árið Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2008 06:00 Skelfilegasti fylgifiskur hverrar verslunarmannahelgar eru tilkynningar til lögreglu og Stígamóta um nauðganir. Eftir þessa helgi hafa þegar borist fregnir af konum sem leitað hafa til bráðamóttöku vegna nauðgana. Það er miður að ekki skuli vera hægt að halda annars skemmtilegar samkomur án þess að ofbeldi komi þar við sögu. Það var vel tímasett áminning að nú um verslunarmannahelgina bárust fregnir af því að íslenskum stjórnvöldum hafi verið birt tilmæli nefndar Sameinuðu þjóðanna um að vinna betur gegn kynjamisrétti á Íslandi. Þessi nefnd hefur það að starfa að fylgjast með að alþjóðasamningi um afnám mismununar gagnvart konum sé framfylgt. Helstu tilmæli nefndarinnar að þessu sinni snúa að ofbeldi gagnvart konum og hvernig betur sé hægt að verja konur gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Meðal þess sem nefnt er sem áhyggjuefni er ósamræmi á milli fjölda rannsakaðra mála í kynferðisbrotamálum og þess fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms. Ef miðað er við ársskýrslu Stígamóta frá því í fyrra er þó einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum sem eru kærð. Á síðasta ári voru það tæplega þrettán af hverjum hundrað málum sem voru kærð til lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að ekkert sé vitað um enn fleiri kynferðisbrotamál, þar sem hvorki sé leitað til lögreglu né samtaka eins og Stígamóta. Ekki er langt síðan hæstaréttardómari hélt því fram að svo virtist sem dómarar hefðu snúið við sönnunarfærslu í nauðgunarmálum; að sakaðir menn þyrftu að sanna sakleysi sitt, en fengju ekki að búa við það eins og aðrir að vera saklausir þar til sekt sannaðist. Meðal þess sem hæstaréttardómarinn gagnrýndi var að kölluð væru til vitni sem fórnarlambið treysti og höfðu ekki annað fram að færa en lýsingu fórnarlambsins á ofbeldisverkinu. Meðal þeirra sem ekki væri því hægt að kalla til vitnis væru sérfræðingar eins og áfallasérfræðingar og sálfræðingar sem aldrei gætu sagt til með vissu hvort áfallið tengdist þeim sem sakaður væri um ofbeldið. Þetta álit hæstaréttardómarans er í samræmi við umdeilt sérálit hans í einum dómi Hæstaréttar í nauðgunarmáli. Álit hæstaréttardómarans gengur í raun þvert gegn tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna, því ef því væri fylgt að fella niður sjálfstætt gildi sérfræðinga væri enn ólíklegra en nú er að dómar myndu falla í nauðgunarmálum. Ef sönnunarbyrðin væri aukin; með áherslu á vitni og áverkavottorð, er líkegt að annars vegar myndi mun minni hluti mála sem rannsakaður væri leiða til ákæru og dóms. Hins vegar yrði það ólíklegra að nauðgunarmál yrðu kærð þar sem kærur myndu ekki leiða til neins. Taka þarf tillit til eðlis nauðgunarmála, þar sem enginn er til vitnis. Miðað við þann fjölda mála sem rannsökuð eru og ekki leiða til ákæru, auk þeirra mála sem leiða til sýknu, má gera ráð fyrir að réttarkerfið hafi ekki snúið sönnunarbyrðinni við í kynferðisbrotamálum. Frekar virðist það vera sem svo að fullerfitt sé að koma kynferðisbrotamálum fyrir dómara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skelfilegasti fylgifiskur hverrar verslunarmannahelgar eru tilkynningar til lögreglu og Stígamóta um nauðganir. Eftir þessa helgi hafa þegar borist fregnir af konum sem leitað hafa til bráðamóttöku vegna nauðgana. Það er miður að ekki skuli vera hægt að halda annars skemmtilegar samkomur án þess að ofbeldi komi þar við sögu. Það var vel tímasett áminning að nú um verslunarmannahelgina bárust fregnir af því að íslenskum stjórnvöldum hafi verið birt tilmæli nefndar Sameinuðu þjóðanna um að vinna betur gegn kynjamisrétti á Íslandi. Þessi nefnd hefur það að starfa að fylgjast með að alþjóðasamningi um afnám mismununar gagnvart konum sé framfylgt. Helstu tilmæli nefndarinnar að þessu sinni snúa að ofbeldi gagnvart konum og hvernig betur sé hægt að verja konur gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Meðal þess sem nefnt er sem áhyggjuefni er ósamræmi á milli fjölda rannsakaðra mála í kynferðisbrotamálum og þess fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms. Ef miðað er við ársskýrslu Stígamóta frá því í fyrra er þó einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum sem eru kærð. Á síðasta ári voru það tæplega þrettán af hverjum hundrað málum sem voru kærð til lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að ekkert sé vitað um enn fleiri kynferðisbrotamál, þar sem hvorki sé leitað til lögreglu né samtaka eins og Stígamóta. Ekki er langt síðan hæstaréttardómari hélt því fram að svo virtist sem dómarar hefðu snúið við sönnunarfærslu í nauðgunarmálum; að sakaðir menn þyrftu að sanna sakleysi sitt, en fengju ekki að búa við það eins og aðrir að vera saklausir þar til sekt sannaðist. Meðal þess sem hæstaréttardómarinn gagnrýndi var að kölluð væru til vitni sem fórnarlambið treysti og höfðu ekki annað fram að færa en lýsingu fórnarlambsins á ofbeldisverkinu. Meðal þeirra sem ekki væri því hægt að kalla til vitnis væru sérfræðingar eins og áfallasérfræðingar og sálfræðingar sem aldrei gætu sagt til með vissu hvort áfallið tengdist þeim sem sakaður væri um ofbeldið. Þetta álit hæstaréttardómarans er í samræmi við umdeilt sérálit hans í einum dómi Hæstaréttar í nauðgunarmáli. Álit hæstaréttardómarans gengur í raun þvert gegn tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna, því ef því væri fylgt að fella niður sjálfstætt gildi sérfræðinga væri enn ólíklegra en nú er að dómar myndu falla í nauðgunarmálum. Ef sönnunarbyrðin væri aukin; með áherslu á vitni og áverkavottorð, er líkegt að annars vegar myndi mun minni hluti mála sem rannsakaður væri leiða til ákæru og dóms. Hins vegar yrði það ólíklegra að nauðgunarmál yrðu kærð þar sem kærur myndu ekki leiða til neins. Taka þarf tillit til eðlis nauðgunarmála, þar sem enginn er til vitnis. Miðað við þann fjölda mála sem rannsökuð eru og ekki leiða til ákæru, auk þeirra mála sem leiða til sýknu, má gera ráð fyrir að réttarkerfið hafi ekki snúið sönnunarbyrðinni við í kynferðisbrotamálum. Frekar virðist það vera sem svo að fullerfitt sé að koma kynferðisbrotamálum fyrir dómara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun