Körfubolti

NBA: Boston áfram á beinu brautinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kevin Garnett leyfði sér að brosa í nótt.
Kevin Garnett leyfði sér að brosa í nótt.

Boston Celtic heldur áfram á sigurbraut sinni en þetta frábæra lið vann nítjánda sigur sinn í röð í nótt. Boston vann Philadelphia 110-91. Rajon Rondo og Kevin Garnett voru með 18 stig hvor fyrir Boston.

LA Lakers vann sigur á New Orleans Hornets í toppslag Vesturdeildarinnar 100-87. Kobe Bryant var stigahæstur Lakers með 26 stig og Pau Gasol var með 20.

Leikmenn Lakers sýndu góða takta og ljóst að búast má við hörkuleik þegar þeir mæta Boston í jólaleik í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Minnesota tapaði þrettánda leik sínum í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir San Antonio 99-93. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 36 stig. Cleveland vann Houston 99-90 þar sem LeBron James var með 27 stig.

Detroit vann Chicago 104-98 þar sem Rodney Stuckey skoraði hvorki fleiri né færri en 40 stig fyrir Detroit. Wince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey sem vann Indiana naumlega 108-107 og þá skoraði Dwyane Wade 32 stig fyrir Miami sem bar sigurorð af Golden State 96-88.

Úrslit næturinnar:

Indiana - New Jersey 107-108

Cleveland - Houston 99-90

Charlotte - Washington 80-72

Atlanta - Oklahoma 99-88

Miami - Golden State 96-88

Boston - Philadelphia 110-91

Detroit - Chicago 104-98

Milwaukee - Utah 94-86

New Orleans - LA Lakers 87-100

San Antonio - Minnesota 99-93

Dallas - Memphis 100-82

Portland - Denver 101-92





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×