Umræðufimi Þorsteinn Pálsson skrifar 17. júní 2008 07:00 Íslensk þjóðerniskennd er sterk og lifandi. Einn angi hennar kemur fram í því að enn telst það fullgild rökræða að gera sér í hugarlund hvernig Jón forseti hefði hugsað um þau samtíma viðfangsefni er lúta að stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Þjóðerniskenndin er vissulega merki um styrkleika. En sú umræðufimi liðinna áratuga að bregða nafni Jóns forseta á loft sem eins konar sjálflýsandi mótmælaspjaldi í hvert sinn sem rætt er um nánari samskipti Íslands við aðrar þjóðir hefur ekki sannað gildi sitt í búð reynslunnar. Þeir sem höfðu forystu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu voru sakaðir um svik við hugsjónir Jóns forseta. Nafni hans var veifað gegn varnarsamningnum. Andmæli í hans nafni voru færð fram gegn aðildinni að Fríverslunarsamtökunum og Evrópska efnahagssvæðinu. Hvert þessara skrefa þjóðarinnar til aukinnar samvinnu við aðrar átti sinn samtíma. Þau hafa hvert á sinn hátt treyst fullveldi og sjálfstæði landsins og átt snaran þátt í búskaparvexti þjóðarinnar. Af sjálfu leiðir að mótmælaspjöldin með tilvísunum um andstöðu Jóns forseta við þessi skref hafa fyrir löngu verið felld. En þau rísa jafnharðan eins og Evrópusambandsumræðan nú um stundir ber vitni um. Á þjóðhátíðardaginn er hollt að hafa í huga að þeir sem í forystu veljast verða á hverjum tíma að takast á við ný viðfangsefni inn á við í samfélaginu og eins út á við í samfélagi þjóðanna. Við það reynir á árvekni um réttindi landsins og hagsmuni. Það reynir á mat á nýjum aðstæðum sem kalla á að þjóðin lagi sig að síbreytilegu alþjóðlegu samstarfsumhverfi. Í þessu samhengi má ekki gleymast að þeir sem höfðu forystu í málefnum Íslands á nítjándu öld risu til áhrifa fyrir þá sök að þeir færðu strauma sem voru sterkastir í Evrópu þess tíma inn í umræður um íslenska menningu, efnahagslega viðreisn og þjóðréttarkröfur. Verkefni samtímans er í sjálfu sér óbreytt: Að tryggja hagsmuni Íslands í alþjóðlegu straumkasti nýrra tíma. Það er ævarandi þjóðrækniverkefni að spyrja áleitinna spurninga um innviði fullveldisins. Hver verður til að mynda vegur móðurmálsins í nánara Evrópusamstarfi? Hvernig ræktum við garð mennta og vísinda? Hvort ætli einangrun eða alþjóðlegt samstarf sé líklegra til að auðga þá gróðurmold? Háskóli Íslands setti sér fyrir tveimur árum metnaðarfull alþjóðleg viðreisnarmarkmið. Rektor skólans kynnti við útskrift nemenda í lok síðustu viku vísitölur sem sýna að vel hefur miðað. Háskólinn í Reykjavík hefur einnig fetað inn á þessa braut. Þetta starf er hluti af inntaki fullveldisins enda var til Háskóla Íslands stofnað á aldarafmæli Jóns forseta. Þekking og menntun eiga sér á hinn veginn engin landamæri. Rannsóknir og þekkingarmiðlun háskólanna er alþjóðleg í eðli sínu. Verður ekki gróska háskólastarfsins ávallt háð alþjóðlegum straumum? Hvort er líklegra að okkur takist að verja móðurmálið með öflugum háskólum eða meðalmennskuháskólum? Hvort stafar móðurmálinu meiri hætta af Evrópusamstarfi eða hinu að við rækjum ekki íslenskuna sem skyldi á heimilum og í skólum? Að kalla eftir svörum við viðlíka spurningum á þjóðhátíðardaginn hefur ekki minna gildi fyrir fullveldið en andaglasavitnisburður um afstöðu liðinna kynslóða til aðstæðna sem þær gátu ekki þekkt til. Það rýrir í engu sögulegt mikilvægi fullveldisbaráttunnar. Jón forseti á eftir sem áður erindi við samtímann. En fullveldið kallar á framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslensk þjóðerniskennd er sterk og lifandi. Einn angi hennar kemur fram í því að enn telst það fullgild rökræða að gera sér í hugarlund hvernig Jón forseti hefði hugsað um þau samtíma viðfangsefni er lúta að stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Þjóðerniskenndin er vissulega merki um styrkleika. En sú umræðufimi liðinna áratuga að bregða nafni Jóns forseta á loft sem eins konar sjálflýsandi mótmælaspjaldi í hvert sinn sem rætt er um nánari samskipti Íslands við aðrar þjóðir hefur ekki sannað gildi sitt í búð reynslunnar. Þeir sem höfðu forystu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu voru sakaðir um svik við hugsjónir Jóns forseta. Nafni hans var veifað gegn varnarsamningnum. Andmæli í hans nafni voru færð fram gegn aðildinni að Fríverslunarsamtökunum og Evrópska efnahagssvæðinu. Hvert þessara skrefa þjóðarinnar til aukinnar samvinnu við aðrar átti sinn samtíma. Þau hafa hvert á sinn hátt treyst fullveldi og sjálfstæði landsins og átt snaran þátt í búskaparvexti þjóðarinnar. Af sjálfu leiðir að mótmælaspjöldin með tilvísunum um andstöðu Jóns forseta við þessi skref hafa fyrir löngu verið felld. En þau rísa jafnharðan eins og Evrópusambandsumræðan nú um stundir ber vitni um. Á þjóðhátíðardaginn er hollt að hafa í huga að þeir sem í forystu veljast verða á hverjum tíma að takast á við ný viðfangsefni inn á við í samfélaginu og eins út á við í samfélagi þjóðanna. Við það reynir á árvekni um réttindi landsins og hagsmuni. Það reynir á mat á nýjum aðstæðum sem kalla á að þjóðin lagi sig að síbreytilegu alþjóðlegu samstarfsumhverfi. Í þessu samhengi má ekki gleymast að þeir sem höfðu forystu í málefnum Íslands á nítjándu öld risu til áhrifa fyrir þá sök að þeir færðu strauma sem voru sterkastir í Evrópu þess tíma inn í umræður um íslenska menningu, efnahagslega viðreisn og þjóðréttarkröfur. Verkefni samtímans er í sjálfu sér óbreytt: Að tryggja hagsmuni Íslands í alþjóðlegu straumkasti nýrra tíma. Það er ævarandi þjóðrækniverkefni að spyrja áleitinna spurninga um innviði fullveldisins. Hver verður til að mynda vegur móðurmálsins í nánara Evrópusamstarfi? Hvernig ræktum við garð mennta og vísinda? Hvort ætli einangrun eða alþjóðlegt samstarf sé líklegra til að auðga þá gróðurmold? Háskóli Íslands setti sér fyrir tveimur árum metnaðarfull alþjóðleg viðreisnarmarkmið. Rektor skólans kynnti við útskrift nemenda í lok síðustu viku vísitölur sem sýna að vel hefur miðað. Háskólinn í Reykjavík hefur einnig fetað inn á þessa braut. Þetta starf er hluti af inntaki fullveldisins enda var til Háskóla Íslands stofnað á aldarafmæli Jóns forseta. Þekking og menntun eiga sér á hinn veginn engin landamæri. Rannsóknir og þekkingarmiðlun háskólanna er alþjóðleg í eðli sínu. Verður ekki gróska háskólastarfsins ávallt háð alþjóðlegum straumum? Hvort er líklegra að okkur takist að verja móðurmálið með öflugum háskólum eða meðalmennskuháskólum? Hvort stafar móðurmálinu meiri hætta af Evrópusamstarfi eða hinu að við rækjum ekki íslenskuna sem skyldi á heimilum og í skólum? Að kalla eftir svörum við viðlíka spurningum á þjóðhátíðardaginn hefur ekki minna gildi fyrir fullveldið en andaglasavitnisburður um afstöðu liðinna kynslóða til aðstæðna sem þær gátu ekki þekkt til. Það rýrir í engu sögulegt mikilvægi fullveldisbaráttunnar. Jón forseti á eftir sem áður erindi við samtímann. En fullveldið kallar á framþróun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun