Miklar væntingar, vonbrigði fyrirséð Auðunn Arnórsson. skrifar 10. ágúst 2008 07:00 Hálfur mánuður er nú þar til flokksþing Demókrataflokksins hefst vestur í Denver í Colorado. Fáeinum dögum síðar halda repúblikanar sitt þing í St. Paul í Minnesota. Með flokksþingunum hefst formlegur endasprettur kosningabaráttunnar fyrir bandarísku forseta- og þingkosningarnar í nóvember. Í nýlegri ferð forsetaframbjóðanda demókrata, Baracks Obama, um Mið-Austurlönd og Evrópu kom glögglega í ljós hve gríðarlegar væntingar heimsbyggðin bindur við forsetaskipti í voldugasta ríki heims. Í Berlín fylltu 200.000 manns breiðstrætin í kring um torgið þar sem frambjóðandinn hélt tölu. Það lá við að það gilti einu hvað hann segði, aðsóknin endurspeglaði þær miklu væntingar sem Þjóðverjar binda við manninn sem þeir vona að verði arftaki George W. Bush í Hvíta húsinu. Reyndar sýna kannanir að ef Þjóðverjar hefðu atkvæðisrétt fengi Obama þrjú af hverjum fjórum atkvæðum þeirra. Meðal Frakka yrði þetta hlutfall enn hærra. Þetta staðfestir mikinn áhuga Evrópumanna (og reyndar fólks út um allan heim) á forsetakosningunum vestanhafs og þær miklu væntingar sem fólk utan Bandaríkjanna bindur við stjórnarskipti þar. Ljóst er að þessar væntingar eru svo miklar að útilokað er að þær verði uppfylltar. Vonbrigði eru fyrirséð. Þessar væntingar endurspegla reyndar annað: að Evrópumenn vilja geta kunnað vel við Bandaríkin, en flestir hafa þeir átt afskaplega erfitt með það svo lengi sem Bush yngri sat á forsetastóli. Væntingarnar sem þeir gera til forsetaskipta endurspegla því von þeirra um að þau muni verða til þess að þeir, Evrópumennirnir, geti aftur farið að kunna vel við Bandaríkin. Hafa ber í huga að Obama fór í þessa ferð ekki til að ganga í augun á þeim þjóðum sem hann heimsótti, heldur til þess að reyna að styrkja ímynd sína heima fyrir sem stjórnmálamanns sem kunni að fóta sig í alþjóðamálum, en reynsluleysi á því sviði er eitt af því sem mótframbjóðandi hans, reynsluboltinn John McCain, hefur notað gegn honum í kosningabaráttunni. Af því að dæma sem Obama sagði í þessari utanlandsför sinni - þar sem fjölmiðlar fylgdu honum eftir hvert fótmál - mun Bandaríkjastjórn undir hans forystu stíga varlegar til jarðar í að beita valdi sínu út á við, en engra kollsteypubreytinga á bandarískri utanríkisstefnu mun samt verða að vænta. Til dæmis mun „baráttan gegn hryðjuverkum" halda áfram, sem og krafan um að bandamenn Bandaríkjanna leggi þeim lið í þeirri baráttu. Að vísu mun Bandaríkjastjórn undir forystu Obamas og demókrata vafalaust sýna sterkari viðleitni til samráðs við bandamenn, og hún mun eflaust gera sér far um að varpa af stjórninni þeirri ímynd „einfara" í alþjóðamálum sem Bush-stjórnin hafði skapað sér, það er að stjórn reynir í krafti aflsmunar að hafa sitt fram í heiminum, hvað sem öðrum þjóðum kann um það að þykja. Slík stefna einkenndi stefnu Bush-stjórnarinnar sérstaklega fyrstu árin eftir hryðjuverkaárásirnar 2001, en á síðustu misserum hefur hún reynt að snúa á braut samráðs og fjölþjóðasamvinnu við lausn hinna ýmsu vandamála á alþjóðasviðinu, eftir að reynslan kenndi henni að slíkar aðferðir skiluðu betri árangri. Hvort hinum hálf-afríska, greinda og mælska Obama muni sem forseta - nái hann kjöri - reynast unnt að uppfylla væntingar umheimsins um viðkunnanlegri Bandaríki sem fara betur með hið mikla vald sitt verður reynslan að sýna. En þeir sem gera sér væntingar um alger umskipti eftir endalok Bush-tímabilsins ættu að vera undir vonbrigði búnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Hálfur mánuður er nú þar til flokksþing Demókrataflokksins hefst vestur í Denver í Colorado. Fáeinum dögum síðar halda repúblikanar sitt þing í St. Paul í Minnesota. Með flokksþingunum hefst formlegur endasprettur kosningabaráttunnar fyrir bandarísku forseta- og þingkosningarnar í nóvember. Í nýlegri ferð forsetaframbjóðanda demókrata, Baracks Obama, um Mið-Austurlönd og Evrópu kom glögglega í ljós hve gríðarlegar væntingar heimsbyggðin bindur við forsetaskipti í voldugasta ríki heims. Í Berlín fylltu 200.000 manns breiðstrætin í kring um torgið þar sem frambjóðandinn hélt tölu. Það lá við að það gilti einu hvað hann segði, aðsóknin endurspeglaði þær miklu væntingar sem Þjóðverjar binda við manninn sem þeir vona að verði arftaki George W. Bush í Hvíta húsinu. Reyndar sýna kannanir að ef Þjóðverjar hefðu atkvæðisrétt fengi Obama þrjú af hverjum fjórum atkvæðum þeirra. Meðal Frakka yrði þetta hlutfall enn hærra. Þetta staðfestir mikinn áhuga Evrópumanna (og reyndar fólks út um allan heim) á forsetakosningunum vestanhafs og þær miklu væntingar sem fólk utan Bandaríkjanna bindur við stjórnarskipti þar. Ljóst er að þessar væntingar eru svo miklar að útilokað er að þær verði uppfylltar. Vonbrigði eru fyrirséð. Þessar væntingar endurspegla reyndar annað: að Evrópumenn vilja geta kunnað vel við Bandaríkin, en flestir hafa þeir átt afskaplega erfitt með það svo lengi sem Bush yngri sat á forsetastóli. Væntingarnar sem þeir gera til forsetaskipta endurspegla því von þeirra um að þau muni verða til þess að þeir, Evrópumennirnir, geti aftur farið að kunna vel við Bandaríkin. Hafa ber í huga að Obama fór í þessa ferð ekki til að ganga í augun á þeim þjóðum sem hann heimsótti, heldur til þess að reyna að styrkja ímynd sína heima fyrir sem stjórnmálamanns sem kunni að fóta sig í alþjóðamálum, en reynsluleysi á því sviði er eitt af því sem mótframbjóðandi hans, reynsluboltinn John McCain, hefur notað gegn honum í kosningabaráttunni. Af því að dæma sem Obama sagði í þessari utanlandsför sinni - þar sem fjölmiðlar fylgdu honum eftir hvert fótmál - mun Bandaríkjastjórn undir hans forystu stíga varlegar til jarðar í að beita valdi sínu út á við, en engra kollsteypubreytinga á bandarískri utanríkisstefnu mun samt verða að vænta. Til dæmis mun „baráttan gegn hryðjuverkum" halda áfram, sem og krafan um að bandamenn Bandaríkjanna leggi þeim lið í þeirri baráttu. Að vísu mun Bandaríkjastjórn undir forystu Obamas og demókrata vafalaust sýna sterkari viðleitni til samráðs við bandamenn, og hún mun eflaust gera sér far um að varpa af stjórninni þeirri ímynd „einfara" í alþjóðamálum sem Bush-stjórnin hafði skapað sér, það er að stjórn reynir í krafti aflsmunar að hafa sitt fram í heiminum, hvað sem öðrum þjóðum kann um það að þykja. Slík stefna einkenndi stefnu Bush-stjórnarinnar sérstaklega fyrstu árin eftir hryðjuverkaárásirnar 2001, en á síðustu misserum hefur hún reynt að snúa á braut samráðs og fjölþjóðasamvinnu við lausn hinna ýmsu vandamála á alþjóðasviðinu, eftir að reynslan kenndi henni að slíkar aðferðir skiluðu betri árangri. Hvort hinum hálf-afríska, greinda og mælska Obama muni sem forseta - nái hann kjöri - reynast unnt að uppfylla væntingar umheimsins um viðkunnanlegri Bandaríki sem fara betur með hið mikla vald sitt verður reynslan að sýna. En þeir sem gera sér væntingar um alger umskipti eftir endalok Bush-tímabilsins ættu að vera undir vonbrigði búnir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun