Tónlist

Fyrsta plata Johnnys

Hljómsveitin Johnny and the Rest heldur útgáfutónleika á Domo á föstudagskvöld.
Mynd/marino thorlacius
Hljómsveitin Johnny and the Rest heldur útgáfutónleika á Domo á föstudagskvöld. Mynd/marino thorlacius

Blús- og rokksveitin Johnny and the Rest heldur útgáfutónleika á Domo á laugardag til að kynna sína fyrstu plötu, sem er samnefnd henni. Upptökur á plötunni stóðu yfir í einungis tvær til þrjár vikur sem telst ekki mikið nú til dags.

„Við þurftum ekki meiri tíma því við vildum ekki vinna of mikið í henni. Við vildum hafa þetta lifandi og með karakter og þess vegna tók þetta kannski svona stuttan tíma," segir Bragi Eiríkur Jóhannsson, söngvari og gítarleikari Johnny and the Rest.

Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 2005 og hefur spilað á hinum ýmsu stöðum við góðar undirtektir. Tónleikarnir á Domo hefjast klukkan 21 og sér ET Tumason um upphitun. Miðaverð er 500 krónur inn á tónleikana en 1.500 fyrir þá sem vilja líka kaupa sér plötuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.