Uppsagnir ekki alltaf af hinu illa Björgvin Guðmundsson skrifar 19. maí 2008 06:00 Glitnir tilkynnti í nýliðinni viku að 255 starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hér heima og erlendis frá áramótum. Þar af var 88 sagt upp á Íslandi í apríl og maí. Er þetta liður í því að draga saman seglin vegna minni umsvifa. Fyrirtæki þurfa að vera sveigjanleg í þeim miklu sveiflum sem ganga yfir alþjóðlega markaði. Að þráast við getur leitt til þess að efnahagsbatinn láti bíða enn frekar eftir sér. Auðvitað er einstaklingsbundið hversu mikið áfall það er að missa vinnuna. Fólk sem sér fyrir endann á langri starfsævi á erfitt með að finna nýtt starf við hæfi. Í slíkum tilvikum reyna fyrirtæki að koma til móts við starfsmenn og sumir fara snemma á eftirlaun. Hins vegar ætti fólk á besta aldri að geta fundið annað starf á tiltölulega stuttum tíma. Atvinnuleysi á Íslandi hefur verið í lágmarki. Undan því hefur verið kvartað að fjármálafyrirtæki hafi sogað til sín mesta hæfileikafólkið. Fá fyrirtæki hafa getað boðið sambærileg laun og tækifæri. Sumir héldu því fram að þessi þróun hefði sínar slæmu hliðar þótt flestum þótti jákvætt að fyrirtæki gætu boðið fólki krefjandi störf. Ójafnvægið á vinnumarkaðnum var þannig að fjármálafyrirtækin þurrkuðu upp fólk með raungreina-, viðskipta- og lögfræðimenntun. Þetta hefur bitnað á öðrum atvinnugreinum og opinberum stofnunum sem ekki gátu keppt um þessa starfsmenn. Það ætti því að vera jákvætt að starfskraftar hæfileikafólks skiptast á fleiri atvinnugreinar. Eins er jákvætt að Glitnir ráðist í raunverulegar aðgerðir til að takast á við niðursveifluna og draga úr kostnaði. Til þess þarf ákveðinn kjark og sagði Lárus Welding uppsagnir af þessu tagi erfiðar. Því var nauðsynlegt fyrir hann að stíga fram og útskýra þessa ákvörðun. Og þær útskýringar voru trúverðugar. Lárus benti á í Fréttablaðinu að um 300 manns hefðu verið ráðnir til bankans í fyrra. Ráðningarnar voru líka fjölmargar hjá Kaupþingi og Landsbankanum og launakostnaður þessara fyrirtækja hefur hækkað milli ára. Af hverju hafa þessir bankar ekki gripið til svipaðra aðgerða og Glitnir? Ljóst er að verkefnastaða fjármálafyrirtækja er allt önnur nú en fyrir ári. Starfsmenn sumra deilda sitja jafnvel aðgerðalausir við skrifborð sín allan daginn. Eða eru bankarnir að segja upp hópi fólks um hver mánaðamót án þess að greina frá því? Er það eitthvað til þess að pukrast með? Myndi það ekki frekar sýna styrka stjórnun að stíga fram, útskýra og viðurkenna þörfina fyrir að fækka fólki við núverandi aðstæður? Aðlögun hagkerfisins mun að einhverju leyti fara fram í gegnum vinnumarkaðinn. Launakröfur breytast og einhverjir munu missa vinnuna. Aukið atvinnuleysi getur þýtt heilbrigðari vinnumarkað. Það þarf því ekki að vera veikleikamerki að segja upp fólki. Það getur sýnt styrk atvinnulífsins til að takast á við erfitt rekstrarumhverfi. Til lengri tíma gagnast það öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Glitnir tilkynnti í nýliðinni viku að 255 starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hér heima og erlendis frá áramótum. Þar af var 88 sagt upp á Íslandi í apríl og maí. Er þetta liður í því að draga saman seglin vegna minni umsvifa. Fyrirtæki þurfa að vera sveigjanleg í þeim miklu sveiflum sem ganga yfir alþjóðlega markaði. Að þráast við getur leitt til þess að efnahagsbatinn láti bíða enn frekar eftir sér. Auðvitað er einstaklingsbundið hversu mikið áfall það er að missa vinnuna. Fólk sem sér fyrir endann á langri starfsævi á erfitt með að finna nýtt starf við hæfi. Í slíkum tilvikum reyna fyrirtæki að koma til móts við starfsmenn og sumir fara snemma á eftirlaun. Hins vegar ætti fólk á besta aldri að geta fundið annað starf á tiltölulega stuttum tíma. Atvinnuleysi á Íslandi hefur verið í lágmarki. Undan því hefur verið kvartað að fjármálafyrirtæki hafi sogað til sín mesta hæfileikafólkið. Fá fyrirtæki hafa getað boðið sambærileg laun og tækifæri. Sumir héldu því fram að þessi þróun hefði sínar slæmu hliðar þótt flestum þótti jákvætt að fyrirtæki gætu boðið fólki krefjandi störf. Ójafnvægið á vinnumarkaðnum var þannig að fjármálafyrirtækin þurrkuðu upp fólk með raungreina-, viðskipta- og lögfræðimenntun. Þetta hefur bitnað á öðrum atvinnugreinum og opinberum stofnunum sem ekki gátu keppt um þessa starfsmenn. Það ætti því að vera jákvætt að starfskraftar hæfileikafólks skiptast á fleiri atvinnugreinar. Eins er jákvætt að Glitnir ráðist í raunverulegar aðgerðir til að takast á við niðursveifluna og draga úr kostnaði. Til þess þarf ákveðinn kjark og sagði Lárus Welding uppsagnir af þessu tagi erfiðar. Því var nauðsynlegt fyrir hann að stíga fram og útskýra þessa ákvörðun. Og þær útskýringar voru trúverðugar. Lárus benti á í Fréttablaðinu að um 300 manns hefðu verið ráðnir til bankans í fyrra. Ráðningarnar voru líka fjölmargar hjá Kaupþingi og Landsbankanum og launakostnaður þessara fyrirtækja hefur hækkað milli ára. Af hverju hafa þessir bankar ekki gripið til svipaðra aðgerða og Glitnir? Ljóst er að verkefnastaða fjármálafyrirtækja er allt önnur nú en fyrir ári. Starfsmenn sumra deilda sitja jafnvel aðgerðalausir við skrifborð sín allan daginn. Eða eru bankarnir að segja upp hópi fólks um hver mánaðamót án þess að greina frá því? Er það eitthvað til þess að pukrast með? Myndi það ekki frekar sýna styrka stjórnun að stíga fram, útskýra og viðurkenna þörfina fyrir að fækka fólki við núverandi aðstæður? Aðlögun hagkerfisins mun að einhverju leyti fara fram í gegnum vinnumarkaðinn. Launakröfur breytast og einhverjir munu missa vinnuna. Aukið atvinnuleysi getur þýtt heilbrigðari vinnumarkað. Það þarf því ekki að vera veikleikamerki að segja upp fólki. Það getur sýnt styrk atvinnulífsins til að takast á við erfitt rekstrarumhverfi. Til lengri tíma gagnast það öllum.