Óréttlæti heimsins Davíð Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2008 09:08 Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt. Það er nefnilega grátlega augljóst að þetta fólk er yfirleitt ekki að bera sig aumlega yfir óréttlæti heimsins sem slíku, heldur því að heimurinn skuli aldrei þessu vant vera óréttláttur því sjálfu í óhag. Ég heyri þetta fólk nefnilega aldrei býsnast yfir því þegar aðrir verða fyrir barðinu á óréttlæti heimsins. Sjálfsvorkunnin er í raun ekkert annað en illa dulbúin eigingirni og heimtufrekja. Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegnum heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi. Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum? Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt. Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki í lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt. Það er nefnilega grátlega augljóst að þetta fólk er yfirleitt ekki að bera sig aumlega yfir óréttlæti heimsins sem slíku, heldur því að heimurinn skuli aldrei þessu vant vera óréttláttur því sjálfu í óhag. Ég heyri þetta fólk nefnilega aldrei býsnast yfir því þegar aðrir verða fyrir barðinu á óréttlæti heimsins. Sjálfsvorkunnin er í raun ekkert annað en illa dulbúin eigingirni og heimtufrekja. Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegnum heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi. Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum? Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt. Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki í lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun