Magnað laugardagskvöld 20. október 2008 06:00 Söngkonan Lovefoxxx fór fyrir CSS í Hafnarhúsinu. Þeir tónleikar voru hápunktur laugardagskvöldsins. MYND/Daníel Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Kvöldið byrjaði samt ekki vel. Ég var mættur tímanlega eins og nokkrir tugir annarra gesta til að hlusta á þýsku tónlistarkonuna Gudrunu Gut á Tunglinu. Húsið var opnað og áður auglýst dagskrá hékk á hurðinni en ekkert gerðist og salurinn beið og beið. Seinna kom í ljós að Gudrun hafði ekki komið til landsins. Auðvitað geta listamenn alltaf forfallast, en það er lágmarkskurteisi að láta tónleikagesti vita. Ekki flókin aðgerð að hengja upp auglýsingu eða tilkynna í hljóðkerfi. Manni finnst nú að eftir tíu ár ætti Airwaves að ráða við svo einfalt verkefni. Á Nasa var hins vegar allt samkvæmt áætlun. Þar fóru strákarnir í Sudden Weather Change á kostum. Frábært band sem minnti svolítið á Sonic Youth með þriggja gítara framlínu. Á Tunglinu hélt hinn þýski Thomas Fehlmann uppi fínu stuði með dub-skotna teknóinu sínu, en eftir nokkur lög hjá honum var stefnan tekin aftur á Nasa til að hlusta á Singapore Sling. Sú sveit starfar í sínum eigin útúrsvala afkima og lætur strauma og stefnur ekkert slá sig út af laginu. Henni tekst einhvern veginn að halda sér síferskri og skilaði fínum tónleikum á laugardagskvöldið. Á Tunglinu var Svala Björgvins skrýdd gylltum vængjum og hljómsveitin hennar Steed Lord á fínu flugi. Rafpoppið hennar er að verða hrárra og villtara. Það var heljarinnar biðröð fyrir utan Hafnarhúsið sem virtist þó ganga nokkuð hratt fyrir sig. Inni voru færeysku drengirnir í Boys in a Band með salinn á valdi sínu. Margir tónleikagestir hrópuðu „Færeyjar! Færeyjar!" út í eitt og urðu ofsaglaðir þegar sveitin dreifði færeyskum fánum yfir salinn fyrir lokalagið. Ágætt rokkband. Næst var komið að brasilísku sveitinni CSS. Ég ákvað að færa mig fram að sviði til að sjá þau betur. CSS er greinilega mjög vel smurð tónleikasveit. Settið þeirra var sérstaklega vel upp byggt og söngkonan Lovefoxxx er greinilega ein af þessum stjörnum sem hefur þetta auka eitthvað sem skilur alvöru poppstjörnur frá okkur hinum. CSS var hreint frábær, 50 fullkomnar mínútur sem náðu hámarki með lokalögunum Let's Make Love and Listen to Death From Above og Alala. Á eftir þeim tók New York-sveitin Vampire Weekend við. Hún er svolítið „bragð mánaðarins" og á eina af bestu plötum ársins. Það er í raun aðdáunarvert hvað þeir félagar ná að búa til flotta tónlist með einföldum aðferðum. Bassaleikarinn er lykilmaður í bandinu. Það var greinilegt að salurinn gjörþekkti lögin og söng glaður með. Skemmtilegt. Á Tunglinu var allt stappað þegar hin franska Yelle steig á svið með aðstoðarmanni. Sérlega dansvænt og fjörlegt rafpopp þar á ferð sem féll vel í kramið. Ég endaði svo kvöldið með FM Belfast á Nasa. Eitt stórt sveitt partí og 15 manns hoppandi og hlæjandi á sviðinu þegar ég yfirgaf staðinn. Viðeigandi lokapunktur á fínu kvöldi.Hápunktur: CSS Trausti Júlíusson Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Kvöldið byrjaði samt ekki vel. Ég var mættur tímanlega eins og nokkrir tugir annarra gesta til að hlusta á þýsku tónlistarkonuna Gudrunu Gut á Tunglinu. Húsið var opnað og áður auglýst dagskrá hékk á hurðinni en ekkert gerðist og salurinn beið og beið. Seinna kom í ljós að Gudrun hafði ekki komið til landsins. Auðvitað geta listamenn alltaf forfallast, en það er lágmarkskurteisi að láta tónleikagesti vita. Ekki flókin aðgerð að hengja upp auglýsingu eða tilkynna í hljóðkerfi. Manni finnst nú að eftir tíu ár ætti Airwaves að ráða við svo einfalt verkefni. Á Nasa var hins vegar allt samkvæmt áætlun. Þar fóru strákarnir í Sudden Weather Change á kostum. Frábært band sem minnti svolítið á Sonic Youth með þriggja gítara framlínu. Á Tunglinu hélt hinn þýski Thomas Fehlmann uppi fínu stuði með dub-skotna teknóinu sínu, en eftir nokkur lög hjá honum var stefnan tekin aftur á Nasa til að hlusta á Singapore Sling. Sú sveit starfar í sínum eigin útúrsvala afkima og lætur strauma og stefnur ekkert slá sig út af laginu. Henni tekst einhvern veginn að halda sér síferskri og skilaði fínum tónleikum á laugardagskvöldið. Á Tunglinu var Svala Björgvins skrýdd gylltum vængjum og hljómsveitin hennar Steed Lord á fínu flugi. Rafpoppið hennar er að verða hrárra og villtara. Það var heljarinnar biðröð fyrir utan Hafnarhúsið sem virtist þó ganga nokkuð hratt fyrir sig. Inni voru færeysku drengirnir í Boys in a Band með salinn á valdi sínu. Margir tónleikagestir hrópuðu „Færeyjar! Færeyjar!" út í eitt og urðu ofsaglaðir þegar sveitin dreifði færeyskum fánum yfir salinn fyrir lokalagið. Ágætt rokkband. Næst var komið að brasilísku sveitinni CSS. Ég ákvað að færa mig fram að sviði til að sjá þau betur. CSS er greinilega mjög vel smurð tónleikasveit. Settið þeirra var sérstaklega vel upp byggt og söngkonan Lovefoxxx er greinilega ein af þessum stjörnum sem hefur þetta auka eitthvað sem skilur alvöru poppstjörnur frá okkur hinum. CSS var hreint frábær, 50 fullkomnar mínútur sem náðu hámarki með lokalögunum Let's Make Love and Listen to Death From Above og Alala. Á eftir þeim tók New York-sveitin Vampire Weekend við. Hún er svolítið „bragð mánaðarins" og á eina af bestu plötum ársins. Það er í raun aðdáunarvert hvað þeir félagar ná að búa til flotta tónlist með einföldum aðferðum. Bassaleikarinn er lykilmaður í bandinu. Það var greinilegt að salurinn gjörþekkti lögin og söng glaður með. Skemmtilegt. Á Tunglinu var allt stappað þegar hin franska Yelle steig á svið með aðstoðarmanni. Sérlega dansvænt og fjörlegt rafpopp þar á ferð sem féll vel í kramið. Ég endaði svo kvöldið með FM Belfast á Nasa. Eitt stórt sveitt partí og 15 manns hoppandi og hlæjandi á sviðinu þegar ég yfirgaf staðinn. Viðeigandi lokapunktur á fínu kvöldi.Hápunktur: CSS Trausti Júlíusson
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira