Gjörið svo vel Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. október 2008 06:30 Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála. Nýjasti rétturinn á seðlinum er eldsteikt hagkerfi. Uppskriftin er einföld. Takið knippi af lítt þroskuðum kaupsýslumönnum og setjið í stórt fat. Þótt kjötið sé siðferðislega rýrt - og þar af leiðandi ekki of sætt - er það hins vegar nokkuð ofalið og feitt. Berjið það hraustlega með kjöthamri þar til útblásið stoltið er orðið hæfilega marið. Ausið nokkrum vel völdum, beiskum ummælum yfir kjötið. Látið það liggja í leginum í dágóða stund, áður en þið veltið því upp úr niðurrifnum krónuspæni. Til að steikingin heppnist sem best er mikilvægt að ná öllum safa úr kjötinu. Hækkið því stýrivexti upp úr öllu valdi, þannig það hitni rækilega undir fleskinu, og látið malla þar til eigið fé seytlar úr hverri útrás og gufar upp. Stráið maldon-salti í góðærissárin og þjóðnýtið. Athugið að besta kjötið er af skrokkum sem er búið að berja þar til þeir verða bláir. Tilvalið að stinga rauðu epli í munn þeirra - sérstaklega ef þeir eru með eitthvert múður - og ekki verra ef hægt er verða sér úti um vinstri grænar baunir og Brúnastaðasósu til að hella yfir. Leggið á borð fyrir fimm manna þjóðstjórn. Skerið kjötið í þykkar sneiðar. Ekki hirða um óþarfa prjál á borð við hnífapör, afsakið samtíninginn og takið til matar ykkar með berum höndum. Graðgið í ykkur þessa dýrustu flottræflakrás sem borin hefur verið fram; leifið engu, bryðjið bæði sinar og bein; kýlið út vömbina eins og þetta sé ykkar síðasta máltíð; sleikið diskinn þegar þið eruð búin og látið meltingarkerfinu eftir framhaldið. Flytjið ykkur yfir í betri stofuna, stangið úr tönnunum og fáið ykkur kaffi og koníak. Gefið ykkur tíma til að láta sjatna í ykkur, hallið ykkur aftur í sófanum, hneppið frá efstu buxnatölunni og setjið fætur upp á borð. Slakið á. Almenningur sér um uppvaskið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála. Nýjasti rétturinn á seðlinum er eldsteikt hagkerfi. Uppskriftin er einföld. Takið knippi af lítt þroskuðum kaupsýslumönnum og setjið í stórt fat. Þótt kjötið sé siðferðislega rýrt - og þar af leiðandi ekki of sætt - er það hins vegar nokkuð ofalið og feitt. Berjið það hraustlega með kjöthamri þar til útblásið stoltið er orðið hæfilega marið. Ausið nokkrum vel völdum, beiskum ummælum yfir kjötið. Látið það liggja í leginum í dágóða stund, áður en þið veltið því upp úr niðurrifnum krónuspæni. Til að steikingin heppnist sem best er mikilvægt að ná öllum safa úr kjötinu. Hækkið því stýrivexti upp úr öllu valdi, þannig það hitni rækilega undir fleskinu, og látið malla þar til eigið fé seytlar úr hverri útrás og gufar upp. Stráið maldon-salti í góðærissárin og þjóðnýtið. Athugið að besta kjötið er af skrokkum sem er búið að berja þar til þeir verða bláir. Tilvalið að stinga rauðu epli í munn þeirra - sérstaklega ef þeir eru með eitthvert múður - og ekki verra ef hægt er verða sér úti um vinstri grænar baunir og Brúnastaðasósu til að hella yfir. Leggið á borð fyrir fimm manna þjóðstjórn. Skerið kjötið í þykkar sneiðar. Ekki hirða um óþarfa prjál á borð við hnífapör, afsakið samtíninginn og takið til matar ykkar með berum höndum. Graðgið í ykkur þessa dýrustu flottræflakrás sem borin hefur verið fram; leifið engu, bryðjið bæði sinar og bein; kýlið út vömbina eins og þetta sé ykkar síðasta máltíð; sleikið diskinn þegar þið eruð búin og látið meltingarkerfinu eftir framhaldið. Flytjið ykkur yfir í betri stofuna, stangið úr tönnunum og fáið ykkur kaffi og koníak. Gefið ykkur tíma til að láta sjatna í ykkur, hallið ykkur aftur í sófanum, hneppið frá efstu buxnatölunni og setjið fætur upp á borð. Slakið á. Almenningur sér um uppvaskið.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun