Óheppileg inngrip Gerður Kristný skrifar 21. júní 2008 07:00 Oft hefur sú spurning leitað á mig hvenær rétt sé að grípa inn í líf fólks og hvenær best sé að láta það í friði. Fróður maður sagði samt einhverju sinni að við sæjum frekar eftir því sem við gerðum ekki heldur en því sem við gerðum og eftir þeirri speki hef ég farið. Þess vegna átti ég ákaflega bágt með mig í Leifsstöð á dögunum þegar ég kom auga á virðulegan eldri mann í öfugri V-hálsmálspeysu. Hann sat þarna sallarólegur með kaffið sitt og vissi greinilega ekkert af því hvernig gapandi V-hálsmálið hló honum á bak. Í huganum fór ég yfir hvernig ég gæti útskýrt feilinn fyrir honum á þeim tungumálum sem ég kann. Um leið tók að hrannast upp í minninu glefsur af kafrjóðu fólki sem gjammaði ólundarlega að mér þegar ég benti þeim á súrmjólk á skyrtum eða pennablek út undir eyrum rétt eins og það hafi verið ég sem læðst hafði upp að þeim og kámað það út. Á endanum lét ég manninn því eiga sig en leið auðvitað ekkert vel yfir því að vita af honum ranglandi um flugstöðina svona til fara. Hún var allsvakalegri sjónin sem beið mín í kaffistofu í listasafni í Rotterdam nokkru síðar. Þar sat hópur eldri kvenna sem gæddi sér á bakkelsi og spjallaði saman. Veitti ég því athygli að ein þeirra var í buxunum úthverfum! Eins og útrétt hönd drukknandi manns blasti þvottamiðinn við. Það mátti þvo þær á 40. Ég varð að halda mér í stólsetuna svo ég æddi ekki inn í hópinn til að flytja konunni ótíðindin. En þar sem öfuga V-hálsmálið hafði ekki rænt mig nætursvefni hlaut ég að þola útganginn á þessari konu líka. Þó kastaði tólfunum í matsal hótelsins einn daginn þegar gestur nokkur mætti þangað á náttfötum og inniskóm. Gat verið að hann sæi ekki að við hin vorum öll fullklædd? Þetta var ákaflega virðulegur Belgi á sjötugsaldri sem hafði fengið sér sæti úti á svölum. Hann krosslagði fæturna og teygði ásjónuna upp í sólina. Svona rólegheit hafði ég séð einhvers staðar áður. Hver var það aftur? Jú, hjá manninum í öfugu V-hálsmálspeysunni! Og hafði konan á safninu ekki líka verið afskaplega salí? Gott ef ekki. Það rann upp fyrir mér að þetta góða fólk þurfti ekkert á aðstoð minni að halda til að komast í gegnum lífið. Það ætti eftir að pluma sig án nokkurra inngripa af minni hálfu. Öfug peysa og úthverfar buxur eru bara merki um að maður hafi náð innri ró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Oft hefur sú spurning leitað á mig hvenær rétt sé að grípa inn í líf fólks og hvenær best sé að láta það í friði. Fróður maður sagði samt einhverju sinni að við sæjum frekar eftir því sem við gerðum ekki heldur en því sem við gerðum og eftir þeirri speki hef ég farið. Þess vegna átti ég ákaflega bágt með mig í Leifsstöð á dögunum þegar ég kom auga á virðulegan eldri mann í öfugri V-hálsmálspeysu. Hann sat þarna sallarólegur með kaffið sitt og vissi greinilega ekkert af því hvernig gapandi V-hálsmálið hló honum á bak. Í huganum fór ég yfir hvernig ég gæti útskýrt feilinn fyrir honum á þeim tungumálum sem ég kann. Um leið tók að hrannast upp í minninu glefsur af kafrjóðu fólki sem gjammaði ólundarlega að mér þegar ég benti þeim á súrmjólk á skyrtum eða pennablek út undir eyrum rétt eins og það hafi verið ég sem læðst hafði upp að þeim og kámað það út. Á endanum lét ég manninn því eiga sig en leið auðvitað ekkert vel yfir því að vita af honum ranglandi um flugstöðina svona til fara. Hún var allsvakalegri sjónin sem beið mín í kaffistofu í listasafni í Rotterdam nokkru síðar. Þar sat hópur eldri kvenna sem gæddi sér á bakkelsi og spjallaði saman. Veitti ég því athygli að ein þeirra var í buxunum úthverfum! Eins og útrétt hönd drukknandi manns blasti þvottamiðinn við. Það mátti þvo þær á 40. Ég varð að halda mér í stólsetuna svo ég æddi ekki inn í hópinn til að flytja konunni ótíðindin. En þar sem öfuga V-hálsmálið hafði ekki rænt mig nætursvefni hlaut ég að þola útganginn á þessari konu líka. Þó kastaði tólfunum í matsal hótelsins einn daginn þegar gestur nokkur mætti þangað á náttfötum og inniskóm. Gat verið að hann sæi ekki að við hin vorum öll fullklædd? Þetta var ákaflega virðulegur Belgi á sjötugsaldri sem hafði fengið sér sæti úti á svölum. Hann krosslagði fæturna og teygði ásjónuna upp í sólina. Svona rólegheit hafði ég séð einhvers staðar áður. Hver var það aftur? Jú, hjá manninum í öfugu V-hálsmálspeysunni! Og hafði konan á safninu ekki líka verið afskaplega salí? Gott ef ekki. Það rann upp fyrir mér að þetta góða fólk þurfti ekkert á aðstoð minni að halda til að komast í gegnum lífið. Það ætti eftir að pluma sig án nokkurra inngripa af minni hálfu. Öfug peysa og úthverfar buxur eru bara merki um að maður hafi náð innri ró.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun