Að stimpla sig út Dr. Gunni skrifar 29. maí 2008 06:00 Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. Að stimpla sig út úr íslenskri þjóðmálaumræðu og stimpla sig inn í annað land og annan veruleika, er unaðsleg tilfinning. Ég endurfæddist þegar íslensk „vandamál" voru sem órafjarlægt kusk í sólarlaginu, fann mig sjálfan og kjarna minn. Allt sem hér fer fram og fyllir dálksentimetra blaða, fréttatíma og blogg skiptir akkúrat engu máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Það að fólk skuli yfirleitt nenna að velta sér upp úr þessu er bæði sorglegt og fyndið. Þegar ég kom aftur heim byrjaði gamla vindmyllan að snúast. Eins og skilyrtur læmingi fór ég strax að leggja eyrun við fréttatímana. Byrgið, Björn Bjarnason, brjálaðar löggur takandi krakka kverkataki, bla bla bla. Ég fann að ég var að sogast aftur inn í gamla andlausa lofthjúpinn. Bráðum færi ég að hafa skoðanir. Bráðum færi ég að æsa mig. Bráðum færi ég eyða umtalsverðum tíma og orku í fullkomið tilgangsleysi í stað þess að njóta lífsins og vera ég sjálfur eins og ég hafði gert í útlöndum. Staðreyndir eru einfaldar á Íslandi. Sjálfsstæðisflokkurinn er stærstur og verður það líklega alltaf. Þótt helstu forkólfar flokksins yrðu upplýsir að mannáti í Valhöll - og sláandi myndir myndu birtast í blöðum af veisluhöldunum - myndu að minnsta kosti 33 prósent landsmanna kjósa flokkinn eftir sem áður. Aðrir flokkar skiptast svo á um að vera hækjur Sjálfsstæðisflokksins þar sem það þarf. Þegar þeir fá ekki að vera hækjur eru þeir ægilega harðir og bölsótast út í Flokkinn og hækjuna, komist þeir þar að sem hækjur halda þeir auðmjúkir kjafti og tala um málamiðlanir og samkomulag. Á fjögurra ára fresti fáum við að velja hver verður næsta hækja Sjálfsstæðisflokksins. Rosalega sniðugt þetta lýðræði. Svo til hvers að æsa sig? Þeir sem ráða, ráða, og þeir sem ráða ekki, ráða ekki. Í sumar ætla ég í algjört fréttabindindi. Ég mun upplifa sælu fáfræðinnar. Ég held það verði unaðslegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. Að stimpla sig út úr íslenskri þjóðmálaumræðu og stimpla sig inn í annað land og annan veruleika, er unaðsleg tilfinning. Ég endurfæddist þegar íslensk „vandamál" voru sem órafjarlægt kusk í sólarlaginu, fann mig sjálfan og kjarna minn. Allt sem hér fer fram og fyllir dálksentimetra blaða, fréttatíma og blogg skiptir akkúrat engu máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Það að fólk skuli yfirleitt nenna að velta sér upp úr þessu er bæði sorglegt og fyndið. Þegar ég kom aftur heim byrjaði gamla vindmyllan að snúast. Eins og skilyrtur læmingi fór ég strax að leggja eyrun við fréttatímana. Byrgið, Björn Bjarnason, brjálaðar löggur takandi krakka kverkataki, bla bla bla. Ég fann að ég var að sogast aftur inn í gamla andlausa lofthjúpinn. Bráðum færi ég að hafa skoðanir. Bráðum færi ég að æsa mig. Bráðum færi ég eyða umtalsverðum tíma og orku í fullkomið tilgangsleysi í stað þess að njóta lífsins og vera ég sjálfur eins og ég hafði gert í útlöndum. Staðreyndir eru einfaldar á Íslandi. Sjálfsstæðisflokkurinn er stærstur og verður það líklega alltaf. Þótt helstu forkólfar flokksins yrðu upplýsir að mannáti í Valhöll - og sláandi myndir myndu birtast í blöðum af veisluhöldunum - myndu að minnsta kosti 33 prósent landsmanna kjósa flokkinn eftir sem áður. Aðrir flokkar skiptast svo á um að vera hækjur Sjálfsstæðisflokksins þar sem það þarf. Þegar þeir fá ekki að vera hækjur eru þeir ægilega harðir og bölsótast út í Flokkinn og hækjuna, komist þeir þar að sem hækjur halda þeir auðmjúkir kjafti og tala um málamiðlanir og samkomulag. Á fjögurra ára fresti fáum við að velja hver verður næsta hækja Sjálfsstæðisflokksins. Rosalega sniðugt þetta lýðræði. Svo til hvers að æsa sig? Þeir sem ráða, ráða, og þeir sem ráða ekki, ráða ekki. Í sumar ætla ég í algjört fréttabindindi. Ég mun upplifa sælu fáfræðinnar. Ég held það verði unaðslegt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun