Blaðamaður The Observer ástfanginn af Snæfellsnesi 3. mars 2008 16:20 Gemma Bowes, blaðamaður á breska blaðinu The Observer, kom til Íslands á dögunum til þess að vera viðstödd Food & Fun hátíðina. Hún skrifaði ítarlega grein um ferðina sem birtist á vefnum guardian.co.uk undir fyrirsögninni “Stinky fish and fancy dinners” eða “Daunillur fiskur og sparimatur”. Þar lýsir hún jákvæðri reynslu sinni af landinu og matargerðarmenningunni en hrífst einna mest af Snæfellsnesi sem hún sótti heim til þess að skoða það sem gerir Ísland einstakt að hennar sögn, náttúruna. Í greininni segir meðal annars: “Ég leigði bíl og flúði til Snæfellsness. Vegirnir eru svo auðir að þú getur stöðvað nánast hvar sem er til þess að taka myndir af klesstum skýjum og ímyndað þér að þú sért sá eini sem lifði af kjarnorkuárás. Í Stykkishólmi fór ég með Sæferðum í siglingu til þess að skoða ritur og seli. Hápunktur ferðarinnar var þegar áhöfnin fleygði neti í hafið og dró upp veislu af borði Neptúnusar.” Síðar lýsir Bowes því hvernig börn héldu á krossfiskum, krabbar hlupu yfir dekkið og sjómennirnir notuðu litla hnífa til þess að opna hörpuskeljar og gáfu fólki að smakka. Hún endar greinina á eftirfarandi orðum: “Þetta er óviðjafnanlegt. Sætar hörpuskeljar og sölt hrogn, sem fáum sekúndum áður voru í sjónum. Þetta borða ég skjálfandi undir svörtum þrumuskýjum sem mynda undarleg form við sjóndeildarhringinn. Hið fullkomna augnablik ferðar minnar.” Food and Fun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Food and Fun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent