Matur og Fjör á Primo um helgina 22. febrúar 2008 16:16 Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina sem er á Höfuðborgarsvæðinu um helgina.Rúnari til aðstoðar er Bjartmar Guðmundsson og vera þeir með kræsilegan þriggja rétta matseðil. Hann samanstendur af koníaksbættu humarseyði, innbakaðri saltfiskmús með humarhala og loks franskri andarbringu í appelsínusósu. Þá má ekki gleyma óvæntum eftirrétti að hætti kokkanna.Þess má einnig geta að þeir verða líka með kjötveislu matseðil í boði.Á laugardagskvöld verður svo sérstakt Primo-partý í boði Viking Lite þar sem haldið verður upp á nýjan opnunartíma um helgar, en héðan í frá verður leyft að hafa opið til kl. 4.30 eins og aðrir staðir í bænum. Food and Fun Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Food and Fun Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent