Tónlist

Gefa út geisladisk í bakaríi

Á rólegu nótunum Trúnaðarmál fæst ókeypis í Brauðhúsinu í dag.
fréttablaðið/arnþór
Á rólegu nótunum Trúnaðarmál fæst ókeypis í Brauðhúsinu í dag. fréttablaðið/arnþór

Trúnaðarmál nefnist nýr diskur með Guðmundi Guðfinnssyni og Tómasi Malmberg. Í dag á milli kl. 17 og 18 ætla þeir að gefa diskinn út í bakaríi Guðmundar, Brauðhúsinu í Grímsbæ. „Okkur fannst það bara hljóma vel að gefa út diskinn á þennan hátt," segir Guðmundur.

„Þú þarft ekki einu sinni að kaupa mitt frábæra lífrænt ræktaða brauð til að fá disk, það er bara nóg að mæta og þá færðu eintak. En bara á milli kl. 17 og 18."

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem diskur er „gefinn út" á þennan hátt á Íslandi. En hvað er svo á diskinum? „Þetta er allt á rólegu nótunum hjá okkur. Við notum gítar, píanó og bassa, og smá munnhörpu sem skraut. Þetta er lágstemmt þjóðlagapopp. Ég veit ekki hvort það er réttlætanlegt að bera þetta saman við einhverja fræga, þetta eru eiginlega bara við. Og við höfum til dæmis sameiginlega mikið dálæti á Bob Dylan."- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.