Körfubolti

Marbury keyptur út hjá Knicks?

NordicPhotos/GettyImages

Dagblaðið New York Post greinir frá því í dag að leikstjórnandinn Stephon Marbury hafi átt fund með forseta félagsins þar sem lögð hafi verið drög að því að rifta samningi hans við félagið.

Marbury hefur ekki komið við sögu hjá Knicks á leiktíðinni og svo virðist sem hann sé ekki inni í framtíðaráformum Mike D´Antoni þjálfara sem er byrjaður að taka til í þeim brunarústum sem liðið hefur verið undanfarin ár.

New York-búinn Marbury á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið upp á hvorki meira né minna en 20 milljónir dollara og því er nokkuð dýrt að láta hann sitja í jakkafötum á hliðarlínunni.

Hann hefur verið orðaður við nokkru lið í deildinni en ekki er víst að hvaða lið sem er sé tilbúið að taka við þessum sérlundaða en hæfileikaríka leikmanni.

Marbury er með tæp 20 stig og hátt í 8 stoðsendingar að meðaltali í leik yfir 12 ára feril í deildinni, en spilaði aðeins 24 leiki í fyrra vegna meiðsla.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×