Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands 27. september 2008 09:00 Gísli Örn Garðarsson leikur um þessar mundir í næstu stórmynd Jerry Bruckheimer en hefur auk þess tekið að sér hlutverk Don Juan í hinu virta breska leikhúsi Royal Shakespeare Company. Fréttablaðið/Hörður „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta." Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta."
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira