Að skrifa söguna sjálfur Jón Kaldal skrifar 19. ágúst 2008 08:00 Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is. Sérstaklega hafa verið settir fyrirvarar við allra nýjustu dagbókarfærslur hans, frá 1997 og 1998, sem bættust við eldri árganga á dögunum. Þar þykir Matthías meðal annars ganga fulldjarflega fram í frásögnum af því sem nafngreindir menn létu falla í einkasamtölum við hann. Þetta eru óþarfa áhyggjur. Það er jákvætt og þarft verk hjá Matthíasi að opinbera þau trúnaðarsamtöl sem hann átti við dagbók sína þegar hann var ritstjóri Morgunblaðsins. Færslur ritstjórans fyrrverandi eru merkileg söguleg heimild. Þeir sem lesa dagbækurnar þurfa þó að gæta sín á því að taka þær ekki of bókstaflega, því þær eru ekki endilega rétt heimild um samtímann eins og hann var í raun og veru. Dagbækur Matthíasar eru hins vegar örugglega mjög nákvæm heimild um það hvernig höfundurinn upplifði samtíma sinn. Og jafnvel hvernig hann vill að hans sé minnst. Eða svo notuð séu orð Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem Matthías segir frá í einni færslu sinni: „Við eigum að skrifa söguna sjálfir, hinum er ekki treystandi til þess(!)" Það er ekki síst að þessu leyti sem dagbækur Matthíasar eru stórfróðlegur lestur fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmálum, viðskiptalífi og fjölmiðlum. Og það í þessari röð. Dagbækurnar gefa ómetanlega innsýn í hvernig ritstjórn Morgunblaðsins var flækt inn í ýmis mál á stjórnmálasviðinu og í viðskiptalífinu. Hlutverk ritstjóranna var gjarnan að ráðleggja við lausn mála, bera boð á milli manna, koma á samböndum og lægja öldur. Að afla frétta og flytja þær lesendum blaðsins virðist hins vegar ekki hafa verið ofarlega í forgangsröðinni. Skemmtilegasti hluti dagbókanna eru einmitt upplýsingar um mál sem Mogginn vissi af, en sagði ekki frá, og eru jafnvel að líta núna fyrst dagsins ljós. Fyrir áhugamenn um fjölmiðla eru dagbækurnar því fyrst og fremst kennslubók um hvernig á ekki að standa að verki. Af þeim má til dæmis draga þann lærdóm að blaðamenn mega ekki vera í of nánu vinfengi við valdamenn. Og alls ekki líta á sjálfa sig sem slíka. Þeirra vinna er að segja fréttir, ekki búa þær til. Í dagbókum sínum segir Matthías meðal annars frá því hvernig hann og kollegi hans, Styrmir Gunnarsson, komu að stóratburðum á borð við myndun á ríkisstjórnum landsins. Í því samhengi má rifja upp að fyrr á árinu var fréttakona á Stöð 2 gripin við að spyrja upptökustjórann sinn í bríarí hvort hún ætti að fá mótmælanda til að kasta eggi þegar útsending hæfist. Hún taldi sig nauðbeygða til að segja upp þar sem trúnaður hennar sem fréttamanns hefði beðið hnekki. Reyndi hún þó að hanna eggjakast, en ekki ríkisstjórn. Svona hafa tímarnir breyst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is. Sérstaklega hafa verið settir fyrirvarar við allra nýjustu dagbókarfærslur hans, frá 1997 og 1998, sem bættust við eldri árganga á dögunum. Þar þykir Matthías meðal annars ganga fulldjarflega fram í frásögnum af því sem nafngreindir menn létu falla í einkasamtölum við hann. Þetta eru óþarfa áhyggjur. Það er jákvætt og þarft verk hjá Matthíasi að opinbera þau trúnaðarsamtöl sem hann átti við dagbók sína þegar hann var ritstjóri Morgunblaðsins. Færslur ritstjórans fyrrverandi eru merkileg söguleg heimild. Þeir sem lesa dagbækurnar þurfa þó að gæta sín á því að taka þær ekki of bókstaflega, því þær eru ekki endilega rétt heimild um samtímann eins og hann var í raun og veru. Dagbækur Matthíasar eru hins vegar örugglega mjög nákvæm heimild um það hvernig höfundurinn upplifði samtíma sinn. Og jafnvel hvernig hann vill að hans sé minnst. Eða svo notuð séu orð Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem Matthías segir frá í einni færslu sinni: „Við eigum að skrifa söguna sjálfir, hinum er ekki treystandi til þess(!)" Það er ekki síst að þessu leyti sem dagbækur Matthíasar eru stórfróðlegur lestur fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmálum, viðskiptalífi og fjölmiðlum. Og það í þessari röð. Dagbækurnar gefa ómetanlega innsýn í hvernig ritstjórn Morgunblaðsins var flækt inn í ýmis mál á stjórnmálasviðinu og í viðskiptalífinu. Hlutverk ritstjóranna var gjarnan að ráðleggja við lausn mála, bera boð á milli manna, koma á samböndum og lægja öldur. Að afla frétta og flytja þær lesendum blaðsins virðist hins vegar ekki hafa verið ofarlega í forgangsröðinni. Skemmtilegasti hluti dagbókanna eru einmitt upplýsingar um mál sem Mogginn vissi af, en sagði ekki frá, og eru jafnvel að líta núna fyrst dagsins ljós. Fyrir áhugamenn um fjölmiðla eru dagbækurnar því fyrst og fremst kennslubók um hvernig á ekki að standa að verki. Af þeim má til dæmis draga þann lærdóm að blaðamenn mega ekki vera í of nánu vinfengi við valdamenn. Og alls ekki líta á sjálfa sig sem slíka. Þeirra vinna er að segja fréttir, ekki búa þær til. Í dagbókum sínum segir Matthías meðal annars frá því hvernig hann og kollegi hans, Styrmir Gunnarsson, komu að stóratburðum á borð við myndun á ríkisstjórnum landsins. Í því samhengi má rifja upp að fyrr á árinu var fréttakona á Stöð 2 gripin við að spyrja upptökustjórann sinn í bríarí hvort hún ætti að fá mótmælanda til að kasta eggi þegar útsending hæfist. Hún taldi sig nauðbeygða til að segja upp þar sem trúnaður hennar sem fréttamanns hefði beðið hnekki. Reyndi hún þó að hanna eggjakast, en ekki ríkisstjórn. Svona hafa tímarnir breyst.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun