Morfeus og bræður Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. ágúst 2008 06:00 Skrafskjóðurnar á internetinu voru að skrifa sumar hverjar um það í gær og fyrradag að handbolti væri ekkert frægur í útlöndum og var það einkum haft til marks að þetta þætti skrýtin íþrótt hjá einhverjum bandarískum bloggurum. Þeir sem höfðu komist að þessu voru svolítið hróðugir yfir því að vera slíkir heimsmenn að deila skoðunum með bandarískum bloggurum en líka örlítið skúffaðir yfir því að þjóðarsport Íslendinga skyldi svo lítilsvirt og smáð í guðseiginlandi. Það er fullgild afstaða - og jafnvel virðingarverð - að neita að taka þátt í hópeflinu og æsingnum sem grípur þjóðarkríli á slíkum stundum en ég er ekki viss um að það séu réttu forsendurnar að handbolti komi bandarískum bloggurum einkennilega fyrir sjónir. Spurning hvað á að taka mikið mark á þjóð sem kýs George W. Bush sem forseta - ekki einu sinni heldur tvisvar - og ekki geta þjóðaríþróttir Bandaríkjamanna talist annað en skrýtnar þegar maður hefur ekki tamið sér á að fylgjast með þeim. Þetta sem þeir kalla „football" er mestanpart iðandi áflog ákaflega dúðaðra manna með skringilegum mörkum, sporöskjulaga bolta og óskiljanlegri stigagjöf en „baseball" er eftir því sem ég kemst næst sami leikur og hér heitir „Kýló" hjá krökkunum og höktir áfram milli endalausra auglýsingahléa og söngatriða; er það ekki soldið barnalegt? Svolítið eins og að vera fram eftir öllum aldri í Brennó eða Bimmbamm-bimmbamm? Körfubolti er eina bandaríska íþróttin sem hefur náð til annarra þjóða enda líkastur evrópskum boltaíþróttum en þótt ágætur sé kemst hann ekki í hálfkvisti við handboltann hvað fjölbreytni varðar og stemmningu á góðum degi. „Skrípalæti í atplássum“Allar íþróttir eru skrýtnar. Og þegar við neitum að gangast inn á forsendur þeirra verða þær eiginlega alveg fáránlegar. Þórbergur spurði Matthías Johannesen í samtalsbók þeirra hvers vegna menn kepptu ekki í sjöstökki eða nístökki frekar en þessu bjánalega þrístökki sem honum þótti sérlega auvirðileg íþrótt (þetta var þegar Vilhjálmur Einarsson var hin þrístökkvandi þjóðhetja) - Þórbergur stakk líka upp á „hækkandi grindahlaupi" og „gaddavírshlaupi" sem óneitanlega væri gaman að sjá keppt í. Hann sagðist hafa stundað íþróttir í 44 ár „til að verða nýtari maður" - það voru Müllers-æfingarnar - en honum fannst hann lítils metinn, enda ekki veirð að „trana sér fram í opinberum skrípalátum í einhverjum atplássum sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri".Þá voru rithöfundar enn afbrýðisamir út í íþróttamenn og þá athygli sem þeir nutu. Og svona upplifði nytsemdarkomminn keppnisíþróttir: hann skildi ekki til hvers þær væru. Sá ekki að þær þroskuðu nokkurn mann - hvað græðir maður á því að vera duglegur að hoppa á öðrum fæti? Íþrótt sem rúmar allt Kannski megi snúa þessu við og spyrja hvort gildi íþróttanna felist ekki einmitt í gagnsleysi þeirra: til hvers er handbolti? Í hvað notar maður hann? Ekki neitt. Hann er ekki til neins - eins og allar listir ber hann gildi sitt í sjálfum sér. Þetta er bara leikur; þetta er bara mennska. Það er einmitt algengasta mótbáran gegn íþróttum að þar sé fullorðið fólk að leika sér - en hvort skyldi maðurinn vera mennskari og nær sjálfum sér sér þar sem hann húkir við tölvu eða þar sem hann neytir krafta sinna í samafli með félögum sínum til þess að koma bolta í mark? Handboltinn hefur allt til að bera sem eina íþrótt getur prýtt. Hann er hárrétt blanda af einstaklingsframtaki og samtaki, frumleika og skipulagi; hann er stökk, hlaup, fimi, boltafærni. Hann er snerting en líka svif. Hann býður upp á snerpu og hraða og spennu, en líka hugvit og fegurð: hvað er tignarlegra en svífandi skytta í þann mund að láta vaða? Hann er frásögn: geymir röð hápunkta og kollsteypur, hetjur og hrappa, dáðir og ódáðir, tragedíur og kómedíur, sæmd og mannlega lesti. Í leiknum er undiralda og rökrétt framvinda en líka óvæntar og jafnvel fáránlegar uppákomur. Hann gengur fram og tilbaka en líka frá vinstri og til hægri og jafnvel upp og niður - hann er úti um allt, frjálslegur og villtur en ekki taumlaus því leikurinn lýtur ströngum reglum um smátt og stórt. Við horfum á aleflingu andans í handbolta: menn gráta og hlæja og þrá; menn gefa sig alla, fara út á ystu nöf, beita saman köldum huga og heitum tilfinningum: með öðrum orðum: menn lifa. Spurningin: „Til hvers er handbolti?" er þess vegna jafn marklaus og spurningin: „Til hvers er lífið?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skrafskjóðurnar á internetinu voru að skrifa sumar hverjar um það í gær og fyrradag að handbolti væri ekkert frægur í útlöndum og var það einkum haft til marks að þetta þætti skrýtin íþrótt hjá einhverjum bandarískum bloggurum. Þeir sem höfðu komist að þessu voru svolítið hróðugir yfir því að vera slíkir heimsmenn að deila skoðunum með bandarískum bloggurum en líka örlítið skúffaðir yfir því að þjóðarsport Íslendinga skyldi svo lítilsvirt og smáð í guðseiginlandi. Það er fullgild afstaða - og jafnvel virðingarverð - að neita að taka þátt í hópeflinu og æsingnum sem grípur þjóðarkríli á slíkum stundum en ég er ekki viss um að það séu réttu forsendurnar að handbolti komi bandarískum bloggurum einkennilega fyrir sjónir. Spurning hvað á að taka mikið mark á þjóð sem kýs George W. Bush sem forseta - ekki einu sinni heldur tvisvar - og ekki geta þjóðaríþróttir Bandaríkjamanna talist annað en skrýtnar þegar maður hefur ekki tamið sér á að fylgjast með þeim. Þetta sem þeir kalla „football" er mestanpart iðandi áflog ákaflega dúðaðra manna með skringilegum mörkum, sporöskjulaga bolta og óskiljanlegri stigagjöf en „baseball" er eftir því sem ég kemst næst sami leikur og hér heitir „Kýló" hjá krökkunum og höktir áfram milli endalausra auglýsingahléa og söngatriða; er það ekki soldið barnalegt? Svolítið eins og að vera fram eftir öllum aldri í Brennó eða Bimmbamm-bimmbamm? Körfubolti er eina bandaríska íþróttin sem hefur náð til annarra þjóða enda líkastur evrópskum boltaíþróttum en þótt ágætur sé kemst hann ekki í hálfkvisti við handboltann hvað fjölbreytni varðar og stemmningu á góðum degi. „Skrípalæti í atplássum“Allar íþróttir eru skrýtnar. Og þegar við neitum að gangast inn á forsendur þeirra verða þær eiginlega alveg fáránlegar. Þórbergur spurði Matthías Johannesen í samtalsbók þeirra hvers vegna menn kepptu ekki í sjöstökki eða nístökki frekar en þessu bjánalega þrístökki sem honum þótti sérlega auvirðileg íþrótt (þetta var þegar Vilhjálmur Einarsson var hin þrístökkvandi þjóðhetja) - Þórbergur stakk líka upp á „hækkandi grindahlaupi" og „gaddavírshlaupi" sem óneitanlega væri gaman að sjá keppt í. Hann sagðist hafa stundað íþróttir í 44 ár „til að verða nýtari maður" - það voru Müllers-æfingarnar - en honum fannst hann lítils metinn, enda ekki veirð að „trana sér fram í opinberum skrípalátum í einhverjum atplássum sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri".Þá voru rithöfundar enn afbrýðisamir út í íþróttamenn og þá athygli sem þeir nutu. Og svona upplifði nytsemdarkomminn keppnisíþróttir: hann skildi ekki til hvers þær væru. Sá ekki að þær þroskuðu nokkurn mann - hvað græðir maður á því að vera duglegur að hoppa á öðrum fæti? Íþrótt sem rúmar allt Kannski megi snúa þessu við og spyrja hvort gildi íþróttanna felist ekki einmitt í gagnsleysi þeirra: til hvers er handbolti? Í hvað notar maður hann? Ekki neitt. Hann er ekki til neins - eins og allar listir ber hann gildi sitt í sjálfum sér. Þetta er bara leikur; þetta er bara mennska. Það er einmitt algengasta mótbáran gegn íþróttum að þar sé fullorðið fólk að leika sér - en hvort skyldi maðurinn vera mennskari og nær sjálfum sér sér þar sem hann húkir við tölvu eða þar sem hann neytir krafta sinna í samafli með félögum sínum til þess að koma bolta í mark? Handboltinn hefur allt til að bera sem eina íþrótt getur prýtt. Hann er hárrétt blanda af einstaklingsframtaki og samtaki, frumleika og skipulagi; hann er stökk, hlaup, fimi, boltafærni. Hann er snerting en líka svif. Hann býður upp á snerpu og hraða og spennu, en líka hugvit og fegurð: hvað er tignarlegra en svífandi skytta í þann mund að láta vaða? Hann er frásögn: geymir röð hápunkta og kollsteypur, hetjur og hrappa, dáðir og ódáðir, tragedíur og kómedíur, sæmd og mannlega lesti. Í leiknum er undiralda og rökrétt framvinda en líka óvæntar og jafnvel fáránlegar uppákomur. Hann gengur fram og tilbaka en líka frá vinstri og til hægri og jafnvel upp og niður - hann er úti um allt, frjálslegur og villtur en ekki taumlaus því leikurinn lýtur ströngum reglum um smátt og stórt. Við horfum á aleflingu andans í handbolta: menn gráta og hlæja og þrá; menn gefa sig alla, fara út á ystu nöf, beita saman köldum huga og heitum tilfinningum: með öðrum orðum: menn lifa. Spurningin: „Til hvers er handbolti?" er þess vegna jafn marklaus og spurningin: „Til hvers er lífið?"
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun