Ræða þróun tónlistarheimsins 22. júlí 2008 06:00 Anna Hildur er framkvæmdarstjóri IMX. Fréttablaðið/Hörður Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. „Þetta er framhald af ráðstefnu sem við vorum með í fyrra og hét Who is in control? Hún tókst gríðarlega vel, um 130 manns mættu, þar af 30 að utan," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, um ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir í október í tengslum við Airwaves-hátíðina. Að sögn Önnu Hildar vöktu kynningar á milli pallborðsumræðna á ráðstefnuninni í fyrra mikla lukku, en þar var sýnt hvernig má markaðssetja tónlist stafrænt á ódýran hátt. „Þetta er tilraun til að viðhalda vitrænum samræðum um þá þróun sem er í gangi og skoða í leiðinni þá möguleika sem eru að opnast í því að gefa út sjálfur. Er mögulegt að vera algjörlega sjálfstæður listamaður og hvaða teymi þarftu í kringum þig til að það heppnist vel? Núna er þetta ekki bara spurning um að fá plötusamning hjá stórfyrirtækjunum heldur skapast alls konar ný viðskiptasambönd við stór vörumerki sem vilja fjárfesta í tónlist. Svo erum við að skoða mjög gaumgæfulega hvernig netið virkar í þessum nýja veruleika sem við sem störfum í tónlist búum við." Anna segir stafrænan þátt tónlistarútgáfu hafa aukist gríðarlega og dæmi séu um að allt að 80 prósent viðskipta plötufyrirtækja séu stafræn. IMX flytja inn milli 20 og 30 manns, sérfræðinga á sínu sviði, til að tala á ráðstefnunni, sem fylgjast svo með Iceland Airwaves-hátíðinni. En hverjir sækja svona ráðstefnur? „Ég á von á því að það verði bæði tónlistarmenn og fólk frá plötufyrirtækjum og vörumerkjum sem hafa áhuga á að fjárfesta í tónlist. Svo erum við líka með aðila frá síma- og leikjafyrirtækjum. Símafyrirtæki eru að verða mikilvægir samstarfsaðilar varðandi dreifileiðir og svo framvegis." Einn fyrirlesara ráðstefnunnar er einmitt Steve Schnur, yfirmaður Electronic Arts, eins stærsta leikjafyrirtækis Bandaríkjanna. Ráðstefnan stendur frá klukkan 10-17 báða dagana. Innifaldir verða tveir hádegisverðir „þar sem fólki gefst tækifæri á að efla tenglanet sitt, bæði við þá sem koma fram og þá sem sækja ráðstefnuna". Búist er við um 50 erlendum gestum. Hægt verður að skrá sig í gegnum heimasíðuna icelandmusic.is eftir 1. ágúst. Þá mun félag tónlistarmanna fá sérkjör á ráðstefnuna. kolbruns@frettabladid.is Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. „Þetta er framhald af ráðstefnu sem við vorum með í fyrra og hét Who is in control? Hún tókst gríðarlega vel, um 130 manns mættu, þar af 30 að utan," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, um ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir í október í tengslum við Airwaves-hátíðina. Að sögn Önnu Hildar vöktu kynningar á milli pallborðsumræðna á ráðstefnuninni í fyrra mikla lukku, en þar var sýnt hvernig má markaðssetja tónlist stafrænt á ódýran hátt. „Þetta er tilraun til að viðhalda vitrænum samræðum um þá þróun sem er í gangi og skoða í leiðinni þá möguleika sem eru að opnast í því að gefa út sjálfur. Er mögulegt að vera algjörlega sjálfstæður listamaður og hvaða teymi þarftu í kringum þig til að það heppnist vel? Núna er þetta ekki bara spurning um að fá plötusamning hjá stórfyrirtækjunum heldur skapast alls konar ný viðskiptasambönd við stór vörumerki sem vilja fjárfesta í tónlist. Svo erum við að skoða mjög gaumgæfulega hvernig netið virkar í þessum nýja veruleika sem við sem störfum í tónlist búum við." Anna segir stafrænan þátt tónlistarútgáfu hafa aukist gríðarlega og dæmi séu um að allt að 80 prósent viðskipta plötufyrirtækja séu stafræn. IMX flytja inn milli 20 og 30 manns, sérfræðinga á sínu sviði, til að tala á ráðstefnunni, sem fylgjast svo með Iceland Airwaves-hátíðinni. En hverjir sækja svona ráðstefnur? „Ég á von á því að það verði bæði tónlistarmenn og fólk frá plötufyrirtækjum og vörumerkjum sem hafa áhuga á að fjárfesta í tónlist. Svo erum við líka með aðila frá síma- og leikjafyrirtækjum. Símafyrirtæki eru að verða mikilvægir samstarfsaðilar varðandi dreifileiðir og svo framvegis." Einn fyrirlesara ráðstefnunnar er einmitt Steve Schnur, yfirmaður Electronic Arts, eins stærsta leikjafyrirtækis Bandaríkjanna. Ráðstefnan stendur frá klukkan 10-17 báða dagana. Innifaldir verða tveir hádegisverðir „þar sem fólki gefst tækifæri á að efla tenglanet sitt, bæði við þá sem koma fram og þá sem sækja ráðstefnuna". Búist er við um 50 erlendum gestum. Hægt verður að skrá sig í gegnum heimasíðuna icelandmusic.is eftir 1. ágúst. Þá mun félag tónlistarmanna fá sérkjör á ráðstefnuna. kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira