Siðareglur á Alþingi Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 8. september 2008 06:00 Reykjavíkurborg ákvað nýlega að setja á fót nefnd til að undirbúa siðareglur borgarfulltrúa, og er það vel. Hugmyndin um sérstaklar siðareglur fyrir stjórnmálamenn er hvorki ný á nálinni, né séríslensk. Fjölmargar starfséttir hér á landi hafa sínar eigin siðareglur, líkt og læknar, lögfræðingar og kennarar og eru siðareglur hverrar stéttar fyrir sig sértækar, eða útbúnar þannig að þær fjalli um starfsumhverfi stéttarinnar. Því er ekki hægt að taka siðareglur einnar stéttar og flytja umorðalaust yfir á starfshætti annarar. Í umræðu um sérstakar siðareglur borgarfulltrúa hefur það verið gagnrýnt að stjórnmálamenn þurfti ekki sérstakar siðareglur til að fylgja, heldur eigi þeir að geta fylgt almennu siðgæði og lögum. Ef það er gert, ættu stjórnmálamenn að vera á grænni grein. Slík gagnrýni er á villigötum. Tal um siðareglur fyrir stjórnmálamenn kemur upp í kjölfar umdeildra ákvarðanna stjórnmálamanna. Það sem kalla má löglegt en siðlaust, eins og Vilmundur Gylfason orðaði það svo snyrtilega. Það er ekkert ólöglegt við það að stjórnmálamenn þiggi laxveiðiferðir að gjöf frá hagsmunaaðilum, eða aðrar gjafir. Það er heldur ekki ólöglegt fyrir stjórnmálamenn að fjárfesta í fyrirtækjum, vitandi það að mögulega gæti til hagsmunaárekstra komið fyrir stjórnmálamenn. Reglulega koma upp álitaefni í stjórnmálum, þar sem löglega er að öllu staðið, en miklar efasemdir eru uppi um ákvörðunina. Þessar efasemdir koma helst upp þegar það virðist augljóst að ákvörðun stjórnmálamanna snýr að eiginhagsmunum, hagsmunum félaga félaga í sama stjórnmálaflokk, eða sameiginlegum hagsmunum stjórnmálamanna sem hóps. Stjórnmál eiga að snúast um hagsmuni heildarinnar, sameiginlega hagsmuni okkar allra að búa í góðu samfélagi. Því verða slík álitaefni mikil hitamál, ólíkt því sem stundum gerist þegar stjórnmálamenn taka bara slæmar ákvarðanir, án þess að sérhagsmunir spili þar inn í. Siðareglur stjórnmálamanna ættu að geta brúað það bil sem er á milli þess sem er löglegt og ásættanlegt. Í fullkomnum heimi væri mögulegt að segja að stjórnmálamenn ættu að finna þá línu sjálfir, en svo er ekki. Það er ekkert vont við það að hafa reglur til leiðbeiningar, og ekki niðrandi fyrir stjórnmálamenn, frekar en aðrar starfsstéttir sem hafa sett sér slíkar reglur. Siðareglur lækna eru með þeim elstu í heiminum og treystum á það að læknar fylgi reglum sinnar stéttar. Að læknar hafi siðareglur og fylgi þeim er frekar til þess valdandi að traust okkar á stéttinni eykst en það minnki. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn í borgarstjórn komi sér saman um siðareglur. Þar sem stjórnmálamenn eru valdamestir, þar er mesta þörfin á siðareglum, það er á alþingi. Slíkar siðareglur eru í vinnslu, en þegar þær líta dagsins ljós ættu þær að vera almennur leiðbeinandi rammi. Ef einstaka stjórnmálaflokkar vilja hafa sínar siðareglur ítarlegri, er þeim frjálst að taka upp sínar eigin siðareglur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Reykjavíkurborg ákvað nýlega að setja á fót nefnd til að undirbúa siðareglur borgarfulltrúa, og er það vel. Hugmyndin um sérstaklar siðareglur fyrir stjórnmálamenn er hvorki ný á nálinni, né séríslensk. Fjölmargar starfséttir hér á landi hafa sínar eigin siðareglur, líkt og læknar, lögfræðingar og kennarar og eru siðareglur hverrar stéttar fyrir sig sértækar, eða útbúnar þannig að þær fjalli um starfsumhverfi stéttarinnar. Því er ekki hægt að taka siðareglur einnar stéttar og flytja umorðalaust yfir á starfshætti annarar. Í umræðu um sérstakar siðareglur borgarfulltrúa hefur það verið gagnrýnt að stjórnmálamenn þurfti ekki sérstakar siðareglur til að fylgja, heldur eigi þeir að geta fylgt almennu siðgæði og lögum. Ef það er gert, ættu stjórnmálamenn að vera á grænni grein. Slík gagnrýni er á villigötum. Tal um siðareglur fyrir stjórnmálamenn kemur upp í kjölfar umdeildra ákvarðanna stjórnmálamanna. Það sem kalla má löglegt en siðlaust, eins og Vilmundur Gylfason orðaði það svo snyrtilega. Það er ekkert ólöglegt við það að stjórnmálamenn þiggi laxveiðiferðir að gjöf frá hagsmunaaðilum, eða aðrar gjafir. Það er heldur ekki ólöglegt fyrir stjórnmálamenn að fjárfesta í fyrirtækjum, vitandi það að mögulega gæti til hagsmunaárekstra komið fyrir stjórnmálamenn. Reglulega koma upp álitaefni í stjórnmálum, þar sem löglega er að öllu staðið, en miklar efasemdir eru uppi um ákvörðunina. Þessar efasemdir koma helst upp þegar það virðist augljóst að ákvörðun stjórnmálamanna snýr að eiginhagsmunum, hagsmunum félaga félaga í sama stjórnmálaflokk, eða sameiginlegum hagsmunum stjórnmálamanna sem hóps. Stjórnmál eiga að snúast um hagsmuni heildarinnar, sameiginlega hagsmuni okkar allra að búa í góðu samfélagi. Því verða slík álitaefni mikil hitamál, ólíkt því sem stundum gerist þegar stjórnmálamenn taka bara slæmar ákvarðanir, án þess að sérhagsmunir spili þar inn í. Siðareglur stjórnmálamanna ættu að geta brúað það bil sem er á milli þess sem er löglegt og ásættanlegt. Í fullkomnum heimi væri mögulegt að segja að stjórnmálamenn ættu að finna þá línu sjálfir, en svo er ekki. Það er ekkert vont við það að hafa reglur til leiðbeiningar, og ekki niðrandi fyrir stjórnmálamenn, frekar en aðrar starfsstéttir sem hafa sett sér slíkar reglur. Siðareglur lækna eru með þeim elstu í heiminum og treystum á það að læknar fylgi reglum sinnar stéttar. Að læknar hafi siðareglur og fylgi þeim er frekar til þess valdandi að traust okkar á stéttinni eykst en það minnki. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn í borgarstjórn komi sér saman um siðareglur. Þar sem stjórnmálamenn eru valdamestir, þar er mesta þörfin á siðareglum, það er á alþingi. Slíkar siðareglur eru í vinnslu, en þegar þær líta dagsins ljós ættu þær að vera almennur leiðbeinandi rammi. Ef einstaka stjórnmálaflokkar vilja hafa sínar siðareglur ítarlegri, er þeim frjálst að taka upp sínar eigin siðareglur.