Meistaraefnin taka á móti meisturunum 19. október 2008 15:49 Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson eru helsta ástæða þess að margir spá KR titlinum í vor. Í kvöld fá þeir meistara Keflavíkur í heimsókn Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti