Tónlist

Arrival réttir Íslendingum hjálparhönd

Arrival Þrettán manns á sviði.
Arrival Þrettán manns á sviði.

Sænska Abba-tökulagabandið Arrival hefur lækkað þóknun sína vegna tónleikanna í Valshöllinni. Annars hefði rosaleg veiking íslensku krónunnar líklega gengið endanlega frá tónleikunum.

„Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir frændur okkar í norðri," segir Tomas Jernberg, umboðsmaður sveitarinnar. „Þær hremmingar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur hafa ekki farið fram hjá okkur og því ákváðum við að hjálpa til og lækka þóknun okkar svo af sýningunni geti orðið. Við hlökkum mikið til að koma til landsins og mætum til leiks með fullkominn ljósa- og hljóðbúnað og getum því lofað kraftmiklum tónleikum," bætir hann við.

Fjölmargir hafa tryggt sér miða á sýninguna. Hún fer fram laugardaginn 8. nóvember og enn má fá miða á midi.is. Miðaverð er kr. 4.900 kr.- drg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.