Kvennaslóðir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. júní 2008 06:00 Fimmtudagskvöldin voru heilög á meðan Sex and the City var í sjónvarpinu hjá mér eins og svo mörgum konum. Við vinkonurnar fórum svo í bíó um daginn til þess að kveðja þessar vinkonur okkar í New York fjórum árum eftir að sjónvarpsþættirnir runnu skeið sitt á enda. Vinsældir þáttanna hafa verið sagðar stafa af óhefðbundnum skilaboðum, vinkonurnar fjórar geri það sem þeim sýnist og séu lausar undan hefðbundnu hlutverki kvenna. Hinn vinkillinn er sá að viðmiðið sé að nútímakonan sýni djörfung og þor með því að kaupa sér rándýra skó og handtöskur, drekka dömudrykki og verja öllum stundum í að spekúlera um hvernig sé hægt að ná sér í mann, sem getur kostað lífernið. Konurnar í Sex and the City eru dáðar um heim allan fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð, smart töskur og hnyttin tilsvör. En svo virðist sem hugmyndafræði Sex and the City hafi haft langtum meiri áhrif en þetta, því ef fylgst er með dómum sem önnur kvenhetja í New York fær í bandarískum fjölmiðlum mætti ætla að allar konur ættu að vera eins og þær, sætar, smart og hnyttnar. Á eftir fjórmenningunum, Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda er Hillary sennilega þekktasta New York-daman. Á meðan hún var í framboði sem forsetaefni mátti iðulega lesa greinar í bandarísku pressunni eða heyra álitsgjafa - karla og konur - dæma hana fyrst og fremst á grundvelli förðunar, hárgreiðslu og fasi gagnvart eiginmanni. Stefnumálin þóttu svo sett fram af of miklum þunga og alvöru. Árangur hennar var sagður byggjast á reynslu eiginmannsins. Rauði þráðurinn í Sex and the City var þegar allt kom til alls að ná sér í mann og að eiga fínan kjól og dýra skó. Þættirnir voru bráðskemmtilegir, en það er verra ef konur í hinu raunverulega lífi eiga að vera dæmdar eftir stöðlum Sex and the City og ef gamanþættir verða að alvöru. Vinsældaarftakarnir í sjónvarpinu eru síðan skemmtilega lýsandi fyrir stöðuna. Þættirnir fjalla um hlutskipti amerísku skvísunnar sem gengur út - sem hlaut að gerast eftir alla kokkteildrykkjuna - og verður þá að „desperate housewife", aðþrengdri eiginkonu sem er búsett í flottu úthverfi. Kannski það sé ameríski draumurinn, þegar að allt kemur til alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fimmtudagskvöldin voru heilög á meðan Sex and the City var í sjónvarpinu hjá mér eins og svo mörgum konum. Við vinkonurnar fórum svo í bíó um daginn til þess að kveðja þessar vinkonur okkar í New York fjórum árum eftir að sjónvarpsþættirnir runnu skeið sitt á enda. Vinsældir þáttanna hafa verið sagðar stafa af óhefðbundnum skilaboðum, vinkonurnar fjórar geri það sem þeim sýnist og séu lausar undan hefðbundnu hlutverki kvenna. Hinn vinkillinn er sá að viðmiðið sé að nútímakonan sýni djörfung og þor með því að kaupa sér rándýra skó og handtöskur, drekka dömudrykki og verja öllum stundum í að spekúlera um hvernig sé hægt að ná sér í mann, sem getur kostað lífernið. Konurnar í Sex and the City eru dáðar um heim allan fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð, smart töskur og hnyttin tilsvör. En svo virðist sem hugmyndafræði Sex and the City hafi haft langtum meiri áhrif en þetta, því ef fylgst er með dómum sem önnur kvenhetja í New York fær í bandarískum fjölmiðlum mætti ætla að allar konur ættu að vera eins og þær, sætar, smart og hnyttnar. Á eftir fjórmenningunum, Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda er Hillary sennilega þekktasta New York-daman. Á meðan hún var í framboði sem forsetaefni mátti iðulega lesa greinar í bandarísku pressunni eða heyra álitsgjafa - karla og konur - dæma hana fyrst og fremst á grundvelli förðunar, hárgreiðslu og fasi gagnvart eiginmanni. Stefnumálin þóttu svo sett fram af of miklum þunga og alvöru. Árangur hennar var sagður byggjast á reynslu eiginmannsins. Rauði þráðurinn í Sex and the City var þegar allt kom til alls að ná sér í mann og að eiga fínan kjól og dýra skó. Þættirnir voru bráðskemmtilegir, en það er verra ef konur í hinu raunverulega lífi eiga að vera dæmdar eftir stöðlum Sex and the City og ef gamanþættir verða að alvöru. Vinsældaarftakarnir í sjónvarpinu eru síðan skemmtilega lýsandi fyrir stöðuna. Þættirnir fjalla um hlutskipti amerísku skvísunnar sem gengur út - sem hlaut að gerast eftir alla kokkteildrykkjuna - og verður þá að „desperate housewife", aðþrengdri eiginkonu sem er búsett í flottu úthverfi. Kannski það sé ameríski draumurinn, þegar að allt kemur til alls.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun