Tónlist

Íslensk tónlist kynnt í LA

Anna Hildur segir að umfjöllun tímaritsins Music Week um ráðstefnuna You Are in Control hafi komið skemmtilega á óvart.
Anna Hildur segir að umfjöllun tímaritsins Music Week um ráðstefnuna You Are in Control hafi komið skemmtilega á óvart.

Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum.

Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar.

„Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week.

„Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.