Ekki gott Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. maí 2008 00:01 Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist landslýð í beinni útsendingu. Ekki var að sjá að lögreglan legði sig beinlínis fram við að gæta hófs, heldur ruku nokkrir lögreglumenn saman í manninn, líkt og dvergarnir sjö - ofsareiðir - væru komnir í slag við Golíat. SAMKVÆMT viðtali við móður mannsins var maðurinn að taka bensín. Honum ofbauð framkoma lögreglu og lét orð falla. Afleiðingarnar sáust svo í útsendingunni: Barsmíðar og offors. Sjálfsagt vill lögreglan meina að hitt og þetta hafi verið nauðsynlegt í þágu hins og þessa. Eftir stendur hins vegar að maður tók bensín og var barinn. EF þetta er rétt, á lögreglan auðvitað að biðjast afsökunar, bjóðast til að skúra heima hjá manninum í eitt ár, taka til í geymslunni, bjóða honum á árshátíðina og gefa honum miða á tónleika Lögreglukórsins, fyrir hann og mömmu hans, fyrir lífstíð. Að auki ætti að senda viðkomandi lögreglumenn á námskeið í almennri kurteisi og kannski einnig að gera þeim skylt að heimsækja og ræða í rólegheitum við nokkra eldri lögreglumenn, reynslubolta úr faginu, sem margir hafa um árabil haldið uppi lög og reglu hér á landi með bros og vör og án ruddaskapar. HITT sem fékk mig til að dæsa var grein eftir ungan lögfræðing. Þessi kona lenti í árekstri á Suðurlandsundirlendi með þeim afleiðingum að hún og maðurinn hennar, sem keyrði, slösuðust. Engir aðrir slösuðust. Eftir endurhæfingu og erfiða tíma fá þau glaðning í pósti: Kæru frá sýslamanni á hendur ökumanni fyrir að valda konu sinni skaða. Eftir að hafa jafnað sig á hinu líkamlega og andlega áfalli er þetta semsagt leið hins opinbera til þess að sýna fólkinu tillitssemi. Að stefna manninum fyrir dóm algerlega í óþökk konu hans. MÉR finnast þessi tvö tilfelli, eins og þau birtast, ekki beinlínis vera sterkar röksemdir fyrir því að yfirvaldið eigi að fá að höndla með rafmagnsbyssur. Líkleg er yfirvaldið á Íslandi orðið bæði of kaldlynt og uppstökkt til þess að geta höndlað svoleiðis dót farsællega. Þjóðfélagsmyndin væri heldur ekki fögur sem þá myndi blasa við ofan á kylfuslagsmál, kuldaleg málaferli og táragas: Stórir strákar fá raflost þegar þeir taka bensín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist landslýð í beinni útsendingu. Ekki var að sjá að lögreglan legði sig beinlínis fram við að gæta hófs, heldur ruku nokkrir lögreglumenn saman í manninn, líkt og dvergarnir sjö - ofsareiðir - væru komnir í slag við Golíat. SAMKVÆMT viðtali við móður mannsins var maðurinn að taka bensín. Honum ofbauð framkoma lögreglu og lét orð falla. Afleiðingarnar sáust svo í útsendingunni: Barsmíðar og offors. Sjálfsagt vill lögreglan meina að hitt og þetta hafi verið nauðsynlegt í þágu hins og þessa. Eftir stendur hins vegar að maður tók bensín og var barinn. EF þetta er rétt, á lögreglan auðvitað að biðjast afsökunar, bjóðast til að skúra heima hjá manninum í eitt ár, taka til í geymslunni, bjóða honum á árshátíðina og gefa honum miða á tónleika Lögreglukórsins, fyrir hann og mömmu hans, fyrir lífstíð. Að auki ætti að senda viðkomandi lögreglumenn á námskeið í almennri kurteisi og kannski einnig að gera þeim skylt að heimsækja og ræða í rólegheitum við nokkra eldri lögreglumenn, reynslubolta úr faginu, sem margir hafa um árabil haldið uppi lög og reglu hér á landi með bros og vör og án ruddaskapar. HITT sem fékk mig til að dæsa var grein eftir ungan lögfræðing. Þessi kona lenti í árekstri á Suðurlandsundirlendi með þeim afleiðingum að hún og maðurinn hennar, sem keyrði, slösuðust. Engir aðrir slösuðust. Eftir endurhæfingu og erfiða tíma fá þau glaðning í pósti: Kæru frá sýslamanni á hendur ökumanni fyrir að valda konu sinni skaða. Eftir að hafa jafnað sig á hinu líkamlega og andlega áfalli er þetta semsagt leið hins opinbera til þess að sýna fólkinu tillitssemi. Að stefna manninum fyrir dóm algerlega í óþökk konu hans. MÉR finnast þessi tvö tilfelli, eins og þau birtast, ekki beinlínis vera sterkar röksemdir fyrir því að yfirvaldið eigi að fá að höndla með rafmagnsbyssur. Líkleg er yfirvaldið á Íslandi orðið bæði of kaldlynt og uppstökkt til þess að geta höndlað svoleiðis dót farsællega. Þjóðfélagsmyndin væri heldur ekki fögur sem þá myndi blasa við ofan á kylfuslagsmál, kuldaleg málaferli og táragas: Stórir strákar fá raflost þegar þeir taka bensín.