Körfubolti

D´Antoni vill láta Knicks spila hratt

Mike D´Antoni ætlar ekki að breyta mikið um áherslur í New York
Mike D´Antoni ætlar ekki að breyta mikið um áherslur í New York NordcPhotos/GettyImages

Mike D´Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix Suns, var í dag formlega ráðinn þjálfari New York Knicks. Hann ætlar að breyta nokkuð um áherslur og vill láta New York liðið spila hraðar en verið hefur, ekki ósvipað því og Suns-liðið gerði undir hans stjórn.

Sagt er að D´Antoni hafi verið boðinn risasamningur hjá Knicks, en undir hans stjórn vann Phoenix 253 sigra og tapaði aðeins aðeins 136 leikjum.

Hann var valinn þjálfari ársins árið 2005 hjá Phoenix og vann aldrei minna en 54 leiki á tímabili í veru sinni þar.

Ljóst er að hans bíður verðugt verkefni hjá New York þar sem liðið hefur ekki verið með yfir 50% vinningshlutfall í sjö ár.

"Ég vil að þetta lið spili hraðan og spennandi bolta og ég veit að leikmennirnir hafa gaman af því," sagði D´Antoni á blaðamannafundi.

Ekki eru allir á því að New York-liðið sé með mannskap í að spila bolta í líkingu við þann sem Phoenix spilaði undir stjórn D´Antoni, en New York Daily News hefur þegar slegið því föstu að þjálfarinn muni reyna að fá þá Boris Diaw og Leandro Barbosa til liðs við sig frá Suns.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×