Hamilton þarf að beita brögðum 25. október 2008 10:08 Lewis Hamilton gæti hampað meistaratitilinum um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira