Nálgunarbann er frelsun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. ágúst 2008 06:00 Í Hæstarétti sitja tveir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn tróð þangað í markvissri viðleitni sinni til að auka ítök Flokksins í dómsvaldinu. Nú súpum við seyðið af því. Þessir tveir dómarar hafa hafnað beiðni lögreglunnar um framlengingu nálgunarbanns á mann sem myndir og önnur gögn benda til að beitt hafi konu sína andstyggilegu ofbeldi. Áður hafði Jón Steinar Gunnlaugsson verið í minnihluta þegar hann féllst ekki á fyrra nálgunarbannið. Hann er andvígur nálgunarbönnum. Sjálfsagt úrræðiÍ rauninni ætti nálgunarbann að vera eðlilegt og sjálfsagt á meðan á rannsókn slíks máls stendur. Ótímabært afnám þess er annars vegar skilaboð samfélagsins til mannsins um að hann megi nálgast konuna; og hins vegar skilaboð samfélagins til konunnar um að hún njóti ekki verndar þess. Hér hefði dómari mátt hugsa: Hvers vegna ætti ég að afnema bannið? fremur en að hugsa: Hvers vegna ætti ég að framlengja bannið? Bannið á hér að vera útgangspunkurinn - hin eðlilega skipan mála. Það ættu með öðrum orðum að vera ríkar ástæður til að afnema slíkt bann. Í frávísunarúrskurði Héraðsdóms kemur reyndar fram að maðurinn hafi virt nálgunarbannið - „að mestu". Sem Ingimundi Einarssyni héraðsdómara virðist þykja nógu gott. En það að maðurinn hafi virt bannið - „að mestu" - segir að sjálfsögðu ekkert annað en það að bannið virkaði. Það segir ekkert um það hvernig maðurinn hagar sér þegar banninu hefur verið aflétt. Það hlýtur dómarinn að meta út frá hegðun mannsins fyrir nálgunarbannið. Dómari hefði mátt hugsa um hagsmuni málsaðilja. Ofbeldismaðurinn hefur enga sérstaka hagsmuni af því að fá að nálgast fórnarlambið - en fórnarlambið hefur ríka hagsmuni af því að fá að vera í friði fyrir ofbeldismanninum. Nálgunarbann á ekki að meta út frá frelsisskerðingu gerandans heldur frelsi þolandans. Að Páli Hreinssyni frátöldum - sem skilaði sératkvæði - virðist þeim karlmönnum sem sitja í dómarasæti í þessum máli vera um megn að hugsa málið út frá hinu meinta fórnarlambi og hagsmunum þess. Jón Steinar lét hafa eftir sér um þennan úrskurð „að menn verði ekki beittir þvingunum nema samkvæmt skýrum lagaákvæðum". Hann lítur á nálgunarbann sem þvingun karlmannsins fremur en frelsun konunnar. En orðið „þvingun" segir ekkert um rétt eða rangt; þvingun er ekki röng í eðli sínu; það ræðst af samhenginu. Þegar ég læsi bílnum mínum niðri í bæ er ég náttúrlega að beita þann sem hyggst stela honum þvingunum. En ég er líka að koma í veg fyrir glæp. Rétt eins og nálgunarbann. Því að ofbeldi er glæpur. Verjandi í dómarasætiVarðandi fyrirslátt Jóns Steinars um skort á skýrum lagaákvæðum segir í sératkvæði Páls Hreinssonar: "Af orðalagi 110. gr. a. laga nr. 19/1991 og lögskýringargögnum verður ráðið að beita megi nálgunarbanni ef þau gögn, sem lögð eru fram um fyrri hegðan manns, veita vísbendingu um að hættan á því, að maður muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á, sé bæði raunveruleg og nærtæk." Og síðan rekur Páll hvernig gögn málsins benda til ofbeldis. Gallinn við Jón Steinar Gunnlaugsson sem hæstaréttardómara er að hann er ekki dómari í hjarta sér heldur kappsamur verjandi. Hann hugsar enn eins og verjandi sem reiðubúinn er að fara út á ystu nöf í hæpnum lagatúlkunum. Að minnsta kosti í kynferðisafbrotamálum. Þar virðist hann sjálfkrafa taka hagsmuni hins ákærða fram yfir hagsmuni hins meinta fórnarlambs. Eiginlega er engu líkara en að hann sé enn að rekast í því máli sem gerði hann alræmdastan, þegar hann varði mann sem sakaður var um gróft kynferðisofbeldi gagnvart dóttur sinni, og tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að ryðja út úr dóminum sérfræðiálitum sálfræðinga sem skoðað höfðu hið meinta fórnarlamb og töldu sig sjá órækan vitnisburð um afleiðingar slíkrar misnotkunar. Enn er Jón Steinar að berjast fyrir því að í dómum sé litið framhjá hvers kyns vitnisburði um sálrænt áfall eftir kynferðisofbeldi. Hann lætur eins og hann trúi ekki á fyrirbærið. Kannski er skýringin á þessum fáránlegu hugmyndum fólgin í sjálfum grundvallarlífsviðhorfum hans. Hann hefur einstrengingslegar hugmyndir um "frelsi". Illu heilli hefur hið góða orð "frjálshyggja" verið haft um það viðhorf að aldrei megi skerða rétt hins sterka til að fara sínu fram án "þvingunar". Nær væri að kenna slíkt lífsviðhorf við valdhyggju; þetta er sú trú að valdi fylgi réttur sem varla megi skerða undir nokkrum kringumstæðum. Hann er öfgamaður sem gengur lengra í trú á rétt einstaklingsins til athafna en almennt tíðkast. Óheppilegt er að hafa svo sérlundaðan mann í Hæstarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í Hæstarétti sitja tveir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn tróð þangað í markvissri viðleitni sinni til að auka ítök Flokksins í dómsvaldinu. Nú súpum við seyðið af því. Þessir tveir dómarar hafa hafnað beiðni lögreglunnar um framlengingu nálgunarbanns á mann sem myndir og önnur gögn benda til að beitt hafi konu sína andstyggilegu ofbeldi. Áður hafði Jón Steinar Gunnlaugsson verið í minnihluta þegar hann féllst ekki á fyrra nálgunarbannið. Hann er andvígur nálgunarbönnum. Sjálfsagt úrræðiÍ rauninni ætti nálgunarbann að vera eðlilegt og sjálfsagt á meðan á rannsókn slíks máls stendur. Ótímabært afnám þess er annars vegar skilaboð samfélagsins til mannsins um að hann megi nálgast konuna; og hins vegar skilaboð samfélagins til konunnar um að hún njóti ekki verndar þess. Hér hefði dómari mátt hugsa: Hvers vegna ætti ég að afnema bannið? fremur en að hugsa: Hvers vegna ætti ég að framlengja bannið? Bannið á hér að vera útgangspunkurinn - hin eðlilega skipan mála. Það ættu með öðrum orðum að vera ríkar ástæður til að afnema slíkt bann. Í frávísunarúrskurði Héraðsdóms kemur reyndar fram að maðurinn hafi virt nálgunarbannið - „að mestu". Sem Ingimundi Einarssyni héraðsdómara virðist þykja nógu gott. En það að maðurinn hafi virt bannið - „að mestu" - segir að sjálfsögðu ekkert annað en það að bannið virkaði. Það segir ekkert um það hvernig maðurinn hagar sér þegar banninu hefur verið aflétt. Það hlýtur dómarinn að meta út frá hegðun mannsins fyrir nálgunarbannið. Dómari hefði mátt hugsa um hagsmuni málsaðilja. Ofbeldismaðurinn hefur enga sérstaka hagsmuni af því að fá að nálgast fórnarlambið - en fórnarlambið hefur ríka hagsmuni af því að fá að vera í friði fyrir ofbeldismanninum. Nálgunarbann á ekki að meta út frá frelsisskerðingu gerandans heldur frelsi þolandans. Að Páli Hreinssyni frátöldum - sem skilaði sératkvæði - virðist þeim karlmönnum sem sitja í dómarasæti í þessum máli vera um megn að hugsa málið út frá hinu meinta fórnarlambi og hagsmunum þess. Jón Steinar lét hafa eftir sér um þennan úrskurð „að menn verði ekki beittir þvingunum nema samkvæmt skýrum lagaákvæðum". Hann lítur á nálgunarbann sem þvingun karlmannsins fremur en frelsun konunnar. En orðið „þvingun" segir ekkert um rétt eða rangt; þvingun er ekki röng í eðli sínu; það ræðst af samhenginu. Þegar ég læsi bílnum mínum niðri í bæ er ég náttúrlega að beita þann sem hyggst stela honum þvingunum. En ég er líka að koma í veg fyrir glæp. Rétt eins og nálgunarbann. Því að ofbeldi er glæpur. Verjandi í dómarasætiVarðandi fyrirslátt Jóns Steinars um skort á skýrum lagaákvæðum segir í sératkvæði Páls Hreinssonar: "Af orðalagi 110. gr. a. laga nr. 19/1991 og lögskýringargögnum verður ráðið að beita megi nálgunarbanni ef þau gögn, sem lögð eru fram um fyrri hegðan manns, veita vísbendingu um að hættan á því, að maður muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á, sé bæði raunveruleg og nærtæk." Og síðan rekur Páll hvernig gögn málsins benda til ofbeldis. Gallinn við Jón Steinar Gunnlaugsson sem hæstaréttardómara er að hann er ekki dómari í hjarta sér heldur kappsamur verjandi. Hann hugsar enn eins og verjandi sem reiðubúinn er að fara út á ystu nöf í hæpnum lagatúlkunum. Að minnsta kosti í kynferðisafbrotamálum. Þar virðist hann sjálfkrafa taka hagsmuni hins ákærða fram yfir hagsmuni hins meinta fórnarlambs. Eiginlega er engu líkara en að hann sé enn að rekast í því máli sem gerði hann alræmdastan, þegar hann varði mann sem sakaður var um gróft kynferðisofbeldi gagnvart dóttur sinni, og tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að ryðja út úr dóminum sérfræðiálitum sálfræðinga sem skoðað höfðu hið meinta fórnarlamb og töldu sig sjá órækan vitnisburð um afleiðingar slíkrar misnotkunar. Enn er Jón Steinar að berjast fyrir því að í dómum sé litið framhjá hvers kyns vitnisburði um sálrænt áfall eftir kynferðisofbeldi. Hann lætur eins og hann trúi ekki á fyrirbærið. Kannski er skýringin á þessum fáránlegu hugmyndum fólgin í sjálfum grundvallarlífsviðhorfum hans. Hann hefur einstrengingslegar hugmyndir um "frelsi". Illu heilli hefur hið góða orð "frjálshyggja" verið haft um það viðhorf að aldrei megi skerða rétt hins sterka til að fara sínu fram án "þvingunar". Nær væri að kenna slíkt lífsviðhorf við valdhyggju; þetta er sú trú að valdi fylgi réttur sem varla megi skerða undir nokkrum kringumstæðum. Hann er öfgamaður sem gengur lengra í trú á rétt einstaklingsins til athafna en almennt tíðkast. Óheppilegt er að hafa svo sérlundaðan mann í Hæstarétti.