Formúla 1

Massa fljótastur á fyrri æfingunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Felipe Massa, ökumaður hjá Ferrari.
Felipe Massa, ökumaður hjá Ferrari. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Felipe Massa var í dag hraðskreiðastur á æfingu fyrir Kanadakappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram á sunnudag.

Besti tími Massa var 1:17,553 mínútur en Robert Kubica á BMW var 0,256 sekúndum á eftir honum. Heikki Kovalainen á McLaren varð þriðji.

Nick Heidfeld varð fjórði, Kimi Raikkönen fimmti og Lewis Hamilton sjötti.

Brautin var blaut eftir rigningu í nótt en ekki er útilokað að það verði áfram vætusamt um helgina.

Síðari æfing dagsins er nýhafin og er bein útsending frá henni á Stöð 2 Sporti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×