Indí-fólk hefur lítið sjálfsálit 9. september 2008 06:00 Curt Cobain, fyrrum forsprakki Nirvana var mikill indí-aðdáandi þegar hann var uppi. Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í lífinu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com. Í könnuninni, sem um 36 þúsund manns svöruðu, var spurt um persónuleika þátttakenda og tónlistar-áhuga þeirra. Aðdáendur rapptónlistar hafa mikið sjálfsálit og eru ákaflega opnir einstaklingar en rokkarar eru skapandi og hafa nægt sjálfsálit, auk þess að vera duglegir og sáttir við sjálfa sig. Blúsáhugamenn eru opnir, með sjálfsálitið í lagi og aðdáendur reggítónlistar eru skapandi, opnir, ljúfir og örlátir en frekar latir. Fólk sem hlustar á danstónlist er opið en óvingjarnlegt og hugsar of mikið um eigið skinn. Í könnuninni komu fram töluverð líkindi með þungarokkurum og aðdáendum sígildrar tónlistar. Báðar manngerðirnar hafa frekar mikið sjálfsálit en eru að sama skapi frekar lokaðar. „Fyrir utan aldursmuninn eru þeir eiginlega sama manneskjan," sagði prófessorinn Adrian North. „Margir þungarokksaðdáendur hafa gaman af Wagner vegna þess að tónlist hans er stór í sniðum og hávær. Einnig er mikið um leikhúsáhrif bæði í þungarokki og sígildri tónlist og mig grunar að aðdáendurnir leitist við að heyra þau áhrif í tónlistinni." Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í lífinu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com. Í könnuninni, sem um 36 þúsund manns svöruðu, var spurt um persónuleika þátttakenda og tónlistar-áhuga þeirra. Aðdáendur rapptónlistar hafa mikið sjálfsálit og eru ákaflega opnir einstaklingar en rokkarar eru skapandi og hafa nægt sjálfsálit, auk þess að vera duglegir og sáttir við sjálfa sig. Blúsáhugamenn eru opnir, með sjálfsálitið í lagi og aðdáendur reggítónlistar eru skapandi, opnir, ljúfir og örlátir en frekar latir. Fólk sem hlustar á danstónlist er opið en óvingjarnlegt og hugsar of mikið um eigið skinn. Í könnuninni komu fram töluverð líkindi með þungarokkurum og aðdáendum sígildrar tónlistar. Báðar manngerðirnar hafa frekar mikið sjálfsálit en eru að sama skapi frekar lokaðar. „Fyrir utan aldursmuninn eru þeir eiginlega sama manneskjan," sagði prófessorinn Adrian North. „Margir þungarokksaðdáendur hafa gaman af Wagner vegna þess að tónlist hans er stór í sniðum og hávær. Einnig er mikið um leikhúsáhrif bæði í þungarokki og sígildri tónlist og mig grunar að aðdáendurnir leitist við að heyra þau áhrif í tónlistinni."
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira