Körfubolti

Avery Johnson rekinn frá Dallas

Avery Johnson gengur niðurlútur af  velli eftir að lið hans tapaði fyrir New Orleans í nótt. Dallas tapaði einvíginu 4-1.
Avery Johnson gengur niðurlútur af velli eftir að lið hans tapaði fyrir New Orleans í nótt. Dallas tapaði einvíginu 4-1.

Avery Johnson var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni, strax daginn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - annað árið í röð.

Samkvæmt heimildum ESPN íhugaði Mark Cuban eigandi Dallas að reka Johnson strax í mars, eftir hatramma deilu þeirra á milli.

Bæði Johnson og Cuban eru sagðir hafa óskað þess að gegnið yrði frá uppsögn hans strax svo bæði félagið og Johnson gætu byrjað strax að huga að næsta skrefi.

Johnson tók við Mavericks leiktíðina 2004-05 og náði frábærum árangri með liðið í deildarkeppninni þar sem hann vann 194 leiki og tapaði aðeins 70 (73,5% vinningshlutfall).

Annað var hinsvegar uppi á teningnum í úrslitakeppninni þar sem liðið hefur m.a. aðeins unnið 3 af 15 leikjum sínum síðan það hrundi gegn Miami í lokaúrslitunum árið 2006.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×