Davíð veit hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Davíð og salurinn. „Uppskeran var ömurleg mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð var til," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Viðskiptaráðs í gær. Davíð fór þar yfir aðdraganda bankahrunsins, dró menn til ábyrgðar; bankamenn, ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og umhverfi, en sagði Seðlabankann hafa staðið vaktina.Situr uns sekt verður sönnuð„Þú getur blekkt ákveðinn hóp manna, í ákveðinn tíma, en þú getur ekki blekkt alla þjóðina um allar stundir," sagði Davíð og vitnaði þar í Abraham Lincoln. Þá ræddi hann um leit að sökudólgum og nornaveiðar. Seðlabankinn væri harðlega gagnrýndur, og ranglega kallaður sökudólgur. „Á bak við þann áróður allan standa að mestu leyti þeir sem mesta ábyrgð bera á því hversu illa tókst til."Davíð krafðist rannsóknar á aðgerðum Seðlabankans og sagði að ef sú skoðun leiddi í ljós að bankinn hefði brugðist, þá þyrfti ekki að reka neinn þaðan. Þá væri sjálfhætt.Gott og vont bankaeftirlitHorft hefði verið framhjá því í gagnrýni að bankaeftirlit hefði verið tekið undan Seðlabankanum með lögum árið 1998, þegar Davíð var forsætisráðherra, og þar með hefðu flest tæki og skyldur Seðlabankans í eftirliti verið frá honum tekin. Í því sambandi nefndi hann til dæmis leyfisveitingar. Davíð sagði að fjárheimildir til Fjármálaeftirlitsins hefðu vaxið stórlega undanfarin ár. „Eftirlitið hefur víðtækar heimildir og úrræði til að fá upplýsingar úr bankakerfinu svo það megi gegna sínu hlutverki, og úrræði til að knýja fram breytingar á háttsemi og heimildir til þess að fara ofan í hverja kytru og skúffu og skáp í bankastofnunum til að sannfæra sig um að þar sé allt með felldu."Ingimundur Friðriksson, félagi Davíðs í bankastjórn, sagði raunar í ræðu í apríl að fjármálaeftirlit og regluverk byggðist á því besta sem þekktist í öðrum löndum. „Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika. Framvindan undanfarna mánuði hefur leitt til þess að samvinnan hefur orðið enn nánari en áður og stofnanirnar fylgjast grannt með framvindu mála hvor á sínu sviði."Davíð vildi lögguna í máliðForsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa kynnt rannsóknir á undanfara bankahrunsins. Nefnt hefur verið sérstakt saksóknaraembætti og hvítbók. „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raunverulega staða bankanna var. Það rannsóknarferli, sem þegar hefur verið kynnt, er með öllu óframbærilegt og ófullnægjandi," sagði Davíð.Hann sagði enn fremur að bankaleynd ætti ekki lengur við um stöðu mála og aðdraganda bankahrunsins. „Ábendingar sem bárust um að kalla til lögreglu strax í upphafi hafa ekki fengið brautargengi. Eru menn að bera fyrir sig bankaleynd í þessu sambandi?" spurði Davíð.Ráðamenn fullvissaðirDavíð greindi frá fundum með forráðamönnum bankanna, ráðherrum og embættismönnum þar sem farið var yfir stöðuna. „Viðbrögð þessara aðila voru ekki óeðlileg. Þau voru oftast nær þau, að í kjölfarið af fundi með bankastjórn Seðlabankans áttu þeir fundi með forystumönnum viðskiptabankanna sem fullvissuðu ráðamenn um það að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar, fjármögnun bankanna væri góð út árið 2008 og nánast að fullu tryggð árið 2009." Bankarnir í stórhættu í febrúarDavíð Oddsson greindi frá fundi með erlendum bankamönnum og matsfyrirtækjum sem haldinn var í Lundúnum, fyrri hluta febrúar. Þar hafi verið háttsettir menn „í fjölmörgum stærstu bönkunum, sem mest viðskipti áttu við Ísland og íslensk fyrirtæki". Þar hafi seðlabankamönnum brugðið mjög að heyra viðhorf þessara manna og því hafi verið rætt við forystumenn stjórnarflokkanna, fleiri ráðherra og embættismenn í kjölfarið. Þar hafi þeim verið sýnd skýrsla „sem þá var til í handriti".Davíð vitnaði til skýrslunnar: „En þá niðurstöðu má draga af þessum viðræðum og ummælum manna, sem svo vel til þekkja, en voru auðvitað settar fram með misskýrum hætti, að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum, í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn.Markaðir verði almennt lokaðir íslensku bönkunum að minnsta kosti næstu tólf mánuði og telja þó sumir að 24 mánuðir sé líklegri tími hvað það varðar." Markaðurinn hefur óskað eftir þessari skýrslu frá Seðlabankanum en ekki fengið svar.Þáttur BretaDavíð minntist þess að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum, ekki aðeins Landsbankinn hefði lent þar á skrá heldur líka íslenska ríkið. Það, hafa breskir ráðamenn sagt, varð vegna yfirlýsinga íslenskra ráðamanna. Davíð gantaðist með ummæli sín í Kastljósviðtali; sagðist þar hafa viljað útskýra hluti á mannamáli. Það sem þar kom fram hefði ekki haft áhrif á Breta. „Mér er kunnugt um hvað í raun réði afstöðu breskra yfirvalda," sagði Davíð. Hann lét þess hins vegar ógetið hvað það var. Um það hefur Markaðurinn kallað eftir svörum frá Seðlabanka og öðrum stjórnvöldum. Furðuleg bankastarfsemiDavíð upplýsti í ræðunni að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði skuldað þúsund milljarða í bönkunum þremur, og spurði hvers vegna það hefði aldrei verið upplýst. „Eftir að bankaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum gat hann ekki aflað sér upplýsinga um slíkt. Hann gat ekki vitað það. […] Það er hærri upphæð en allt eigið fé gömlu bankanna samanlagt. Bankastjórarnir sem lánuðu hver fyrir sig hlutu að vita að samanlagt væri dæmið þannig. Vegna þess að þeir horfðu ekki aðeins á lánsfé eigin banka, heldur fengu þeir öll gögn vegna veðtöku áður en stærstu einstöku lán bankans voru veitt, eða það skyldu menn ætla." Davíð bætti því við að eftirlitsaðilar hefðu teygt sig „með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður".Davíð bætti því við að öll viðskipti bankanna hefðu hrunið hefði erlendum viðskiptaaðilum bankanna orðið þetta ljóst og spurði enn fremur: „Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?" Hver er þetta svo? Um það sagði Davíð fátt, en sagði þetta: „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raunverulega staða bankanna var."Seðlabankinn gat vístÍ ritinu Fjármálastöðugleiki, sem birt var í maí á þessu ári, segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert."Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir undarlegt að Seðlabankinn hafi gefið bankakerfinu slíka einkunn miðað við það sem Davíð segir nú. „Það hlýtur að hafa verið gróft brot á starfsskyldum Seðlabankans að gefa út slík heilbrigðisvottorð fyrir bankakerfið opinberlega ef æðstu stjórnendur Seðlabankans töldu á sama tíma að kerfið stæði á brauðfótum."Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, bendir á að Seðlabankinn beri ábyrgð á fjármálastöðugleika. „Er ekki eini aðilinn sem hann þarf að vara við hann sjálfur?"Tækjaskortur?Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður í Landsbanka nýja og gamla, tók til máls eftir ræðu Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í gær og sagðist taka undir að Seðlabankinn hefði varað við. Hann hefði þó ekki verið einn í því, því bæði greiningardeildir, innlendir og erlendir hagfræðingar hefðu gert það líka.Það sem er umdeilanlegt er að Seðlabankinn beitti ekki þeim stjórntækjum sem hann hefur til að stöðva snjóboltann áður en hann fór yfir okkur. Þau stjórntæki eru auk stýrivaxtanna, bindiskylda, sem hemur útlánsvöxt. Þá hefur Seðlabankinn heimild til að setja bönkunum lausafjárreglur. Þær hafa raunar verið endurskoðaðar, en það hefur bankinn ekki gert í langan tíma.Þær reglur hefðu til dæmis getað torveldað bönkunum að draga inn erlent lánsfé, því það hefði mátt setja sérstakar reglur um erlenda lausafjárstöðu og þvinga bankana til að eiga meira lausafé, taka meiri hluta af því sem þeir tóku að láni erlendis og setja í lausafé. Beiting þessara reglna hefði getað stöðvað eða hægt á vexti bankakerfisins, eða komið honum í það horf sem hefði verið viðráðanlegur fyrir þjóðarbúið," segir Yngvi Örn í samtali við Markaðinn.Ábyrgðin á IcesaveJón Steinsson hagfræðingur nefnir einnig bindiskyldu. „Það er lítilmannlegt af Davíð að reyna að hvítþvo sig og Seðlabankann af ábyrgð í þessu máli." Bankinn hefði getað heft vöxt fjármálakerfisins. „Sérstaklega hefði Seðlabankinn átt að nota bindiskyldu til að auka kostnað Landsbankans af því að vera með Icesave-reikninga sína í útibúum og því á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Hefði Seðlabankinn gert þetta hefði hann getað ýtt Landsbankanum í það að setja Icesave í dótturfélag. Það voru stórkostleg afglöp hjá Seðlabankanum að gera þetta ekki. Við Íslendingar súpum nú seyðið af þessu svo um munar."Gylfi Magnússon bætir við um bindiskylduna. „Þessu tæki var alls ekki beitt, erlend útibú voru sérstaklega undanþegin bindiskyldu." Hann segir að rétt sé að Seðlabankinn hafi haft áhyggjur og deilt þeim með ríkisstjórninni. Það sé hins vegar ekki nóg.Ákæra á hendur ríkisstjórnÓlafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík og bankaráðsmaður í Nýja Glitni, segir yfirlýsingar um að Seðlabankinn hafi varað við þróun sem síðar varð, vekja alvarlegar spurningar um af hverju bankinn brást ekki við með öðrum hætti. „Af hverju beitti hann sér ekki fyrir samræmdum aðgerðum og stóreflingu gjaldeyrisforðans til að afstýra efnahagslegu stórslysi sem varð með falli bankanna?"Upplýsingar frá viðskiptabönkunum um brotalamir í samskiptum við Seðlabankann veki athygli í þessu ljósi. „Bankinn vísar frá ábyrgð á eftirliti, meira að segja eftirliti og reglum um lausafjárstöðu þeirra sem þó fellur ótvírætt undir verksvið bankans og reyndist á endanum akkilesarhæll þeirra. Ummæli af hálfu bankastjórnarinnar sýnist verða að túlka sem ákæru á hendur ríkisstjórninni um aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir bankans. Svo virðist sem bankastjórnin geri ekki ráð fyrir að báðir aðilar haldi áfram störfum að óbreyttu."Gleymdist nokkuð?Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, tekur undir með öðrum um að Seðlabankinn hafi haft tæki í verkfærakistu sinni til að hefta vöxt bankanna, hefði hann viljað. En hún saknar þess að Davíð hafi ekki nýtt tækifærið til að fjalla um efnahagsmálin á næstu vikum og mánuðum, þar sem Seðlabankinn leiki nú stórt hlutverk, meðal annars vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Eðlilega er mikið deilt um leiðir í stöðunni og því er mikilvægt að seðlabankastjóri skýri þær leiðir sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni [við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]. Með því að útskýra hvers vegna þær voru valdar og hvaða kosti þær hafi fram yfir aðrar leiðir, getur seðlabankastjóri aflað þeim fylgis og aukið áhrifamátt þeirra. Það er mikilvægt fyrir krónuna, atvinnulífið og heimilin." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Uppskeran var ömurleg mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð var til," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Viðskiptaráðs í gær. Davíð fór þar yfir aðdraganda bankahrunsins, dró menn til ábyrgðar; bankamenn, ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og umhverfi, en sagði Seðlabankann hafa staðið vaktina.Situr uns sekt verður sönnuð„Þú getur blekkt ákveðinn hóp manna, í ákveðinn tíma, en þú getur ekki blekkt alla þjóðina um allar stundir," sagði Davíð og vitnaði þar í Abraham Lincoln. Þá ræddi hann um leit að sökudólgum og nornaveiðar. Seðlabankinn væri harðlega gagnrýndur, og ranglega kallaður sökudólgur. „Á bak við þann áróður allan standa að mestu leyti þeir sem mesta ábyrgð bera á því hversu illa tókst til."Davíð krafðist rannsóknar á aðgerðum Seðlabankans og sagði að ef sú skoðun leiddi í ljós að bankinn hefði brugðist, þá þyrfti ekki að reka neinn þaðan. Þá væri sjálfhætt.Gott og vont bankaeftirlitHorft hefði verið framhjá því í gagnrýni að bankaeftirlit hefði verið tekið undan Seðlabankanum með lögum árið 1998, þegar Davíð var forsætisráðherra, og þar með hefðu flest tæki og skyldur Seðlabankans í eftirliti verið frá honum tekin. Í því sambandi nefndi hann til dæmis leyfisveitingar. Davíð sagði að fjárheimildir til Fjármálaeftirlitsins hefðu vaxið stórlega undanfarin ár. „Eftirlitið hefur víðtækar heimildir og úrræði til að fá upplýsingar úr bankakerfinu svo það megi gegna sínu hlutverki, og úrræði til að knýja fram breytingar á háttsemi og heimildir til þess að fara ofan í hverja kytru og skúffu og skáp í bankastofnunum til að sannfæra sig um að þar sé allt með felldu."Ingimundur Friðriksson, félagi Davíðs í bankastjórn, sagði raunar í ræðu í apríl að fjármálaeftirlit og regluverk byggðist á því besta sem þekktist í öðrum löndum. „Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika. Framvindan undanfarna mánuði hefur leitt til þess að samvinnan hefur orðið enn nánari en áður og stofnanirnar fylgjast grannt með framvindu mála hvor á sínu sviði."Davíð vildi lögguna í máliðForsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa kynnt rannsóknir á undanfara bankahrunsins. Nefnt hefur verið sérstakt saksóknaraembætti og hvítbók. „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raunverulega staða bankanna var. Það rannsóknarferli, sem þegar hefur verið kynnt, er með öllu óframbærilegt og ófullnægjandi," sagði Davíð.Hann sagði enn fremur að bankaleynd ætti ekki lengur við um stöðu mála og aðdraganda bankahrunsins. „Ábendingar sem bárust um að kalla til lögreglu strax í upphafi hafa ekki fengið brautargengi. Eru menn að bera fyrir sig bankaleynd í þessu sambandi?" spurði Davíð.Ráðamenn fullvissaðirDavíð greindi frá fundum með forráðamönnum bankanna, ráðherrum og embættismönnum þar sem farið var yfir stöðuna. „Viðbrögð þessara aðila voru ekki óeðlileg. Þau voru oftast nær þau, að í kjölfarið af fundi með bankastjórn Seðlabankans áttu þeir fundi með forystumönnum viðskiptabankanna sem fullvissuðu ráðamenn um það að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar, fjármögnun bankanna væri góð út árið 2008 og nánast að fullu tryggð árið 2009." Bankarnir í stórhættu í febrúarDavíð Oddsson greindi frá fundi með erlendum bankamönnum og matsfyrirtækjum sem haldinn var í Lundúnum, fyrri hluta febrúar. Þar hafi verið háttsettir menn „í fjölmörgum stærstu bönkunum, sem mest viðskipti áttu við Ísland og íslensk fyrirtæki". Þar hafi seðlabankamönnum brugðið mjög að heyra viðhorf þessara manna og því hafi verið rætt við forystumenn stjórnarflokkanna, fleiri ráðherra og embættismenn í kjölfarið. Þar hafi þeim verið sýnd skýrsla „sem þá var til í handriti".Davíð vitnaði til skýrslunnar: „En þá niðurstöðu má draga af þessum viðræðum og ummælum manna, sem svo vel til þekkja, en voru auðvitað settar fram með misskýrum hætti, að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum, í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn.Markaðir verði almennt lokaðir íslensku bönkunum að minnsta kosti næstu tólf mánuði og telja þó sumir að 24 mánuðir sé líklegri tími hvað það varðar." Markaðurinn hefur óskað eftir þessari skýrslu frá Seðlabankanum en ekki fengið svar.Þáttur BretaDavíð minntist þess að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum, ekki aðeins Landsbankinn hefði lent þar á skrá heldur líka íslenska ríkið. Það, hafa breskir ráðamenn sagt, varð vegna yfirlýsinga íslenskra ráðamanna. Davíð gantaðist með ummæli sín í Kastljósviðtali; sagðist þar hafa viljað útskýra hluti á mannamáli. Það sem þar kom fram hefði ekki haft áhrif á Breta. „Mér er kunnugt um hvað í raun réði afstöðu breskra yfirvalda," sagði Davíð. Hann lét þess hins vegar ógetið hvað það var. Um það hefur Markaðurinn kallað eftir svörum frá Seðlabanka og öðrum stjórnvöldum. Furðuleg bankastarfsemiDavíð upplýsti í ræðunni að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði skuldað þúsund milljarða í bönkunum þremur, og spurði hvers vegna það hefði aldrei verið upplýst. „Eftir að bankaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum gat hann ekki aflað sér upplýsinga um slíkt. Hann gat ekki vitað það. […] Það er hærri upphæð en allt eigið fé gömlu bankanna samanlagt. Bankastjórarnir sem lánuðu hver fyrir sig hlutu að vita að samanlagt væri dæmið þannig. Vegna þess að þeir horfðu ekki aðeins á lánsfé eigin banka, heldur fengu þeir öll gögn vegna veðtöku áður en stærstu einstöku lán bankans voru veitt, eða það skyldu menn ætla." Davíð bætti því við að eftirlitsaðilar hefðu teygt sig „með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður".Davíð bætti því við að öll viðskipti bankanna hefðu hrunið hefði erlendum viðskiptaaðilum bankanna orðið þetta ljóst og spurði enn fremur: „Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?" Hver er þetta svo? Um það sagði Davíð fátt, en sagði þetta: „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raunverulega staða bankanna var."Seðlabankinn gat vístÍ ritinu Fjármálastöðugleiki, sem birt var í maí á þessu ári, segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert."Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir undarlegt að Seðlabankinn hafi gefið bankakerfinu slíka einkunn miðað við það sem Davíð segir nú. „Það hlýtur að hafa verið gróft brot á starfsskyldum Seðlabankans að gefa út slík heilbrigðisvottorð fyrir bankakerfið opinberlega ef æðstu stjórnendur Seðlabankans töldu á sama tíma að kerfið stæði á brauðfótum."Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, bendir á að Seðlabankinn beri ábyrgð á fjármálastöðugleika. „Er ekki eini aðilinn sem hann þarf að vara við hann sjálfur?"Tækjaskortur?Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður í Landsbanka nýja og gamla, tók til máls eftir ræðu Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í gær og sagðist taka undir að Seðlabankinn hefði varað við. Hann hefði þó ekki verið einn í því, því bæði greiningardeildir, innlendir og erlendir hagfræðingar hefðu gert það líka.Það sem er umdeilanlegt er að Seðlabankinn beitti ekki þeim stjórntækjum sem hann hefur til að stöðva snjóboltann áður en hann fór yfir okkur. Þau stjórntæki eru auk stýrivaxtanna, bindiskylda, sem hemur útlánsvöxt. Þá hefur Seðlabankinn heimild til að setja bönkunum lausafjárreglur. Þær hafa raunar verið endurskoðaðar, en það hefur bankinn ekki gert í langan tíma.Þær reglur hefðu til dæmis getað torveldað bönkunum að draga inn erlent lánsfé, því það hefði mátt setja sérstakar reglur um erlenda lausafjárstöðu og þvinga bankana til að eiga meira lausafé, taka meiri hluta af því sem þeir tóku að láni erlendis og setja í lausafé. Beiting þessara reglna hefði getað stöðvað eða hægt á vexti bankakerfisins, eða komið honum í það horf sem hefði verið viðráðanlegur fyrir þjóðarbúið," segir Yngvi Örn í samtali við Markaðinn.Ábyrgðin á IcesaveJón Steinsson hagfræðingur nefnir einnig bindiskyldu. „Það er lítilmannlegt af Davíð að reyna að hvítþvo sig og Seðlabankann af ábyrgð í þessu máli." Bankinn hefði getað heft vöxt fjármálakerfisins. „Sérstaklega hefði Seðlabankinn átt að nota bindiskyldu til að auka kostnað Landsbankans af því að vera með Icesave-reikninga sína í útibúum og því á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Hefði Seðlabankinn gert þetta hefði hann getað ýtt Landsbankanum í það að setja Icesave í dótturfélag. Það voru stórkostleg afglöp hjá Seðlabankanum að gera þetta ekki. Við Íslendingar súpum nú seyðið af þessu svo um munar."Gylfi Magnússon bætir við um bindiskylduna. „Þessu tæki var alls ekki beitt, erlend útibú voru sérstaklega undanþegin bindiskyldu." Hann segir að rétt sé að Seðlabankinn hafi haft áhyggjur og deilt þeim með ríkisstjórninni. Það sé hins vegar ekki nóg.Ákæra á hendur ríkisstjórnÓlafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík og bankaráðsmaður í Nýja Glitni, segir yfirlýsingar um að Seðlabankinn hafi varað við þróun sem síðar varð, vekja alvarlegar spurningar um af hverju bankinn brást ekki við með öðrum hætti. „Af hverju beitti hann sér ekki fyrir samræmdum aðgerðum og stóreflingu gjaldeyrisforðans til að afstýra efnahagslegu stórslysi sem varð með falli bankanna?"Upplýsingar frá viðskiptabönkunum um brotalamir í samskiptum við Seðlabankann veki athygli í þessu ljósi. „Bankinn vísar frá ábyrgð á eftirliti, meira að segja eftirliti og reglum um lausafjárstöðu þeirra sem þó fellur ótvírætt undir verksvið bankans og reyndist á endanum akkilesarhæll þeirra. Ummæli af hálfu bankastjórnarinnar sýnist verða að túlka sem ákæru á hendur ríkisstjórninni um aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir bankans. Svo virðist sem bankastjórnin geri ekki ráð fyrir að báðir aðilar haldi áfram störfum að óbreyttu."Gleymdist nokkuð?Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, tekur undir með öðrum um að Seðlabankinn hafi haft tæki í verkfærakistu sinni til að hefta vöxt bankanna, hefði hann viljað. En hún saknar þess að Davíð hafi ekki nýtt tækifærið til að fjalla um efnahagsmálin á næstu vikum og mánuðum, þar sem Seðlabankinn leiki nú stórt hlutverk, meðal annars vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Eðlilega er mikið deilt um leiðir í stöðunni og því er mikilvægt að seðlabankastjóri skýri þær leiðir sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni [við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]. Með því að útskýra hvers vegna þær voru valdar og hvaða kosti þær hafi fram yfir aðrar leiðir, getur seðlabankastjóri aflað þeim fylgis og aukið áhrifamátt þeirra. Það er mikilvægt fyrir krónuna, atvinnulífið og heimilin."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira