Tónlist

Kynna sína nýjustu plötu

Strákarnir í Sprengjuhöllinni halda útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld.
Strákarnir í Sprengjuhöllinni halda útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld.

Sprengjuhöllin heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld til að fagna annarri plötu sinni, Bestu kveðjur. Hljómsveitin mun leika lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Fjöldi aukahljóðfæraleikarar mun einnig stíga á stokk.

Liðsmenn Sprengjuhallarinnar lofa því að um leið og dyrunum verður lokað í Íslensku óperunni verður lokað fyrir allar hugsanir um Geir Haarde, afléttingu persónulegra ábyrgða og fjöldauppsagnir.

Kynnir kvöldsins verður Árni Vilhjálmsson söngvari í FM Belfast. Sérstakir gestir sjá um upphitun. Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.30. Miðaverð er 1500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.