Sjúklegt basl og dálítið stress 27. nóvember 2008 03:30 Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. fréttablaðið/anton brink Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu." Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu."
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira