Í aldingarðinum Gerður Kristný skrifar 22. desember 2008 06:00 Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. Það er sorglegt að örfáir menn skuli hafa haft jafnmikil áhrif á líf okkar og komið hefur í ljós. Sumir þeirra töluðu eins og það væri óþarfa gustuk að bankarnir þeirra væru með útibú hér á landi, þeir þurftu ekkert á þessari þjóð að halda. Svo voru aðrir sem vildu að Íslendingar tækju upp ensku sem sitt annað mál - eða það fyrsta - ég man það ekki. Kannski þeim hefði þótt skárra að heyra okkur nú segja við þá: „We're just like so disappointed in you, guys." Látum þessa menn samt ekki komast upp með að eyðileggja líf okkar neitt frekar. Það hefur hingað til ekki verið til þeirra sem við höfum sótt stolt okkar. Við búum enn yfir hugviti sem kemur okkur lengra en öll tengiflug heims. Verum stolt af sjálfum okkur, öllu því sem við höfum gert og öllum þeim verkum sem við eigum eftir að vinna. Semjum höfuðlausn okkar sjálf. Yrkjum lopapeysur, prjónum sögur, höggvum okkar eigin framtíð úr fjörugrjótinu. Nóg er til af því. Og lofum sjálfum okkur því að vanda okkur aðeins betur þegar efnt verður til kosninga næst. Þetta er land hinna týndu flokka. Fæstir þeirra sem í boði eru starfa að minnsta kosti eins og hugur minn, þeir starfa frekar eins og fætur færeysks þjóðdansara, tvö skref til hægri en bara eitt til vinstri. Flokkarnir sem nú eru við völd hljóta samt að hafa áttað sig á því að næst viljum við nýtt lag, nýjan undirleik og við viljum að þeir dansi í sama takti og við hin. Að þessu sinni verður fæðingarhátíð frelsarans haldin í skugga fjárhagsþrenginga en munum að við verðum ekki dæmd af því hvað við náum að gefa dýrar gjafir. Látum frekar minnast okkar fyrir það hvað við sýndum mikla einurð og samstöðu í því að rétta aftur úr kútnum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. Það er sorglegt að örfáir menn skuli hafa haft jafnmikil áhrif á líf okkar og komið hefur í ljós. Sumir þeirra töluðu eins og það væri óþarfa gustuk að bankarnir þeirra væru með útibú hér á landi, þeir þurftu ekkert á þessari þjóð að halda. Svo voru aðrir sem vildu að Íslendingar tækju upp ensku sem sitt annað mál - eða það fyrsta - ég man það ekki. Kannski þeim hefði þótt skárra að heyra okkur nú segja við þá: „We're just like so disappointed in you, guys." Látum þessa menn samt ekki komast upp með að eyðileggja líf okkar neitt frekar. Það hefur hingað til ekki verið til þeirra sem við höfum sótt stolt okkar. Við búum enn yfir hugviti sem kemur okkur lengra en öll tengiflug heims. Verum stolt af sjálfum okkur, öllu því sem við höfum gert og öllum þeim verkum sem við eigum eftir að vinna. Semjum höfuðlausn okkar sjálf. Yrkjum lopapeysur, prjónum sögur, höggvum okkar eigin framtíð úr fjörugrjótinu. Nóg er til af því. Og lofum sjálfum okkur því að vanda okkur aðeins betur þegar efnt verður til kosninga næst. Þetta er land hinna týndu flokka. Fæstir þeirra sem í boði eru starfa að minnsta kosti eins og hugur minn, þeir starfa frekar eins og fætur færeysks þjóðdansara, tvö skref til hægri en bara eitt til vinstri. Flokkarnir sem nú eru við völd hljóta samt að hafa áttað sig á því að næst viljum við nýtt lag, nýjan undirleik og við viljum að þeir dansi í sama takti og við hin. Að þessu sinni verður fæðingarhátíð frelsarans haldin í skugga fjárhagsþrenginga en munum að við verðum ekki dæmd af því hvað við náum að gefa dýrar gjafir. Látum frekar minnast okkar fyrir það hvað við sýndum mikla einurð og samstöðu í því að rétta aftur úr kútnum. Gleðileg jól!
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun