Vísdómsorð stripparans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 8. apríl 2008 06:00 Eitt sinn tafðist ég á flugvelli í sólarhring. Þótt vistin hefði verið slæm leiddist mér lítið því fólkið sem beið með mér var hvað öðru skemmtilegra. Minnisstæðastar eru mér samræður sem ég átti við guðsmann úr Hvítasunnusöfnuðinum og laglega stúlku sem kynnti sig sem atvinnudansara, sem höfðaði til kynferðislegra hvata fremur en listrænna. Upphófust skemmtilegar samræður um trúmál og klám. Hvorki guðsmaðurinn né stúlkan stóðu undir merkjum sem erkitýpur sinnar atvinnugreinar. Sá fyrrnefndi bauðst ekki til að fá Jesú til að frelsa hana úr viðjum klámbransans og stúlkan virtist síður en svo þurfa á slíkri hjálp að halda. Fordómalaust gátu þau rætt hugðarefni hvort annars. Það sem mér þótti þó einna áhugaverðast var að stúlkan sagði að margar konur gerðu þau mistök að vilja verða ofurkonur. Hún vildi ekki ógna körlum með ofvöxnum sílikonbrjóstum og ýktum þörfum í kynlíf sem fáir karlmenn gætu gert sér vonir um að uppfylla, nema þeir væru stökkbreyttir fyrir neðan mitti. Slíkt fældi venjulega karla frá en í staðinn kæmu pervertar sem hún vildi ekkert hafa við að sælda. Amatöralúkkið væri það sem gæfist best í bransanum. Vísdómsorð stripparans rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las viðtal á Kistunni við heimspekinginn Slavoj Zizek en ein af yfirskriftum þess var einmitt Útópískt brjálæði klámsins. Í því segir Zizek að fólki finnist orðið „mjög dapurlegt að horfa á „hardcore" klám. Konurnar með sílikon-brjóstin og karlarnir notaðir sem verkfæri, þetta er of dapurlegt í gervileika sínum." Segir hann furðu þótt nýja trendið klámsins sé amatör-klám þar reynt er að halda í hugmyndina „ekta." Allur sá fjöldi ruslpósta sem daglega hrúgast til mín uppfullir af loforðum um stærri lim fær mig til að velta því fyrir mér hversu margir karlmenn gráta sig sennilega í svefn vegna frammistöðukvíða sem þeir hafa ræktað með sér við klámmyndaáhorf. Ég sé því fyrir mér að stripparinn og guðsmaðurinn gætu útbúið saman prýðilegt sjálfstyrkingarnámskeið sem miðaði að því að menn ættu að vera eins og þeir væru skapaðir. Að minnsta kosti þykir mér ósanngjarnt að pósthólfið mitt fyllist vegna óra meðaljóns um stærri lim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Eitt sinn tafðist ég á flugvelli í sólarhring. Þótt vistin hefði verið slæm leiddist mér lítið því fólkið sem beið með mér var hvað öðru skemmtilegra. Minnisstæðastar eru mér samræður sem ég átti við guðsmann úr Hvítasunnusöfnuðinum og laglega stúlku sem kynnti sig sem atvinnudansara, sem höfðaði til kynferðislegra hvata fremur en listrænna. Upphófust skemmtilegar samræður um trúmál og klám. Hvorki guðsmaðurinn né stúlkan stóðu undir merkjum sem erkitýpur sinnar atvinnugreinar. Sá fyrrnefndi bauðst ekki til að fá Jesú til að frelsa hana úr viðjum klámbransans og stúlkan virtist síður en svo þurfa á slíkri hjálp að halda. Fordómalaust gátu þau rætt hugðarefni hvort annars. Það sem mér þótti þó einna áhugaverðast var að stúlkan sagði að margar konur gerðu þau mistök að vilja verða ofurkonur. Hún vildi ekki ógna körlum með ofvöxnum sílikonbrjóstum og ýktum þörfum í kynlíf sem fáir karlmenn gætu gert sér vonir um að uppfylla, nema þeir væru stökkbreyttir fyrir neðan mitti. Slíkt fældi venjulega karla frá en í staðinn kæmu pervertar sem hún vildi ekkert hafa við að sælda. Amatöralúkkið væri það sem gæfist best í bransanum. Vísdómsorð stripparans rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las viðtal á Kistunni við heimspekinginn Slavoj Zizek en ein af yfirskriftum þess var einmitt Útópískt brjálæði klámsins. Í því segir Zizek að fólki finnist orðið „mjög dapurlegt að horfa á „hardcore" klám. Konurnar með sílikon-brjóstin og karlarnir notaðir sem verkfæri, þetta er of dapurlegt í gervileika sínum." Segir hann furðu þótt nýja trendið klámsins sé amatör-klám þar reynt er að halda í hugmyndina „ekta." Allur sá fjöldi ruslpósta sem daglega hrúgast til mín uppfullir af loforðum um stærri lim fær mig til að velta því fyrir mér hversu margir karlmenn gráta sig sennilega í svefn vegna frammistöðukvíða sem þeir hafa ræktað með sér við klámmyndaáhorf. Ég sé því fyrir mér að stripparinn og guðsmaðurinn gætu útbúið saman prýðilegt sjálfstyrkingarnámskeið sem miðaði að því að menn ættu að vera eins og þeir væru skapaðir. Að minnsta kosti þykir mér ósanngjarnt að pósthólfið mitt fyllist vegna óra meðaljóns um stærri lim.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun