Gagn og ógagn „alarmisma“ Auðunn Arnórsson skrifar 8. apríl 2008 04:00 Verið hrædd! Heimurinn er að bráðna! Hundruð milljóna manna munu lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga! Það er út á svona upphrópanir sem Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur skapað sér nýjan grundvöll heimsfrægðar. Þær hafa meira að segja fært honum friðarverðlaun Nóbels. Sú ákvörðun norsku Nóbels-nefndarinnar var einmitt rökstudd þannig að með því að vekja ráðamenn heimsbyggðarinnar í nútímanum til vitundar um loftslagsbreytingarnar væri skapaður þrýstingur á þá að gera það sem í þeirra valdi stæði til að fyrirbyggja það að til þess komi að hundruð milljóna manna lendi á vergangi í framtíðinni, því slík þróun myndi augljóslega leiða til ófriðar og hörmunga. Frá því Gore gerði víðfræga kvikmynd sína „Óþægilegur sannleikur" fyrir tveimur árum hefur hann ferðast um heimsbyggðina og flutt fólki boðskap sinn í máli og myndum. Í gær flutti hann Færeyingum pistilinn. Og í dag er röðin komin að Íslendingum. Meðverðlaunahafar Gores, þær þúsundir vísindamanna frá öllum heimshornum sem tekið hafa þátt í starfi Vísindaráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC, nálgast þetta viðfangsefni með ólíkum hætti en hann. Þeir vilja ekki fullyrða meira en staðreyndir gefa tilefni til, og hvað telst vera staðreynd koma þeir sér fyrst saman um. Þeir ástunda ekki upphrópanir um að við mannkyninu blasi ógn og skelfing vegna eigin óhófsneyzlu á gæðum jarðar. Með öðrum orðum ástunda þeir ekki „alarmisma". Enda eru nógu margir aðrir til að taka það hlutverk að sér. Og það er reyndar gott að einhver geri það, því það er fyrst með „alarmisma" sem athygli fjöldans næst. Varlega orðaðar málamiðlunarformúleringar vísindamannanna eru miklu síður til þess fallnar. Boðskapur Als Gore er ótvíræður alarmismi. Sem dæmi má nefna að í „Óþægilegum sannleika" fullyrðir Gore að hlýnun loftslags sé svo hröð að Grænlands- og heimskautaísinn sé óðum að bráðna og það geti á þessari öld leitt til allt að sex metra (20 feta) hækkun sjávarmáls. Það muni sökkva heilu milljónaborgunum í öllum heimsálfum. Í skýrslu IPCC er hins vegar ekki neinar þær upplýsingar að finna sem réttlæta slíka heimsendaspá. Þar segir öllu heldur, að sjávarmál kunni að hækka á þessari öld um 18-59 sentímetra. Gore gerir líka mikið úr þeim möguleika að Golfstraumurinn stöðvist þótt fræðimenn telji það afskaplega ósennilegt. Alarmismi grundvallaður á ýkjum og oftúlkunum er gagnrýniverður. Hann kann jafnvel að hafa þveröfug áhrif. En að sama skapi er varhugavert að gera lítið úr loftslagsvandanum, eins og ýmsir af hörðustu gagnrýnendum Gores hafa tilhneigingu til að gera. Það er hollt að hugsandi fólk um allan heim rökræði fordómalaust um þetta viðfangsefni. Að gera það að trúaratriði pólitískrar rétthugsunar gagnast hins vegar engum. Það er fyrst með alarmisma sem athygli fjöldans næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Verið hrædd! Heimurinn er að bráðna! Hundruð milljóna manna munu lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga! Það er út á svona upphrópanir sem Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur skapað sér nýjan grundvöll heimsfrægðar. Þær hafa meira að segja fært honum friðarverðlaun Nóbels. Sú ákvörðun norsku Nóbels-nefndarinnar var einmitt rökstudd þannig að með því að vekja ráðamenn heimsbyggðarinnar í nútímanum til vitundar um loftslagsbreytingarnar væri skapaður þrýstingur á þá að gera það sem í þeirra valdi stæði til að fyrirbyggja það að til þess komi að hundruð milljóna manna lendi á vergangi í framtíðinni, því slík þróun myndi augljóslega leiða til ófriðar og hörmunga. Frá því Gore gerði víðfræga kvikmynd sína „Óþægilegur sannleikur" fyrir tveimur árum hefur hann ferðast um heimsbyggðina og flutt fólki boðskap sinn í máli og myndum. Í gær flutti hann Færeyingum pistilinn. Og í dag er röðin komin að Íslendingum. Meðverðlaunahafar Gores, þær þúsundir vísindamanna frá öllum heimshornum sem tekið hafa þátt í starfi Vísindaráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC, nálgast þetta viðfangsefni með ólíkum hætti en hann. Þeir vilja ekki fullyrða meira en staðreyndir gefa tilefni til, og hvað telst vera staðreynd koma þeir sér fyrst saman um. Þeir ástunda ekki upphrópanir um að við mannkyninu blasi ógn og skelfing vegna eigin óhófsneyzlu á gæðum jarðar. Með öðrum orðum ástunda þeir ekki „alarmisma". Enda eru nógu margir aðrir til að taka það hlutverk að sér. Og það er reyndar gott að einhver geri það, því það er fyrst með „alarmisma" sem athygli fjöldans næst. Varlega orðaðar málamiðlunarformúleringar vísindamannanna eru miklu síður til þess fallnar. Boðskapur Als Gore er ótvíræður alarmismi. Sem dæmi má nefna að í „Óþægilegum sannleika" fullyrðir Gore að hlýnun loftslags sé svo hröð að Grænlands- og heimskautaísinn sé óðum að bráðna og það geti á þessari öld leitt til allt að sex metra (20 feta) hækkun sjávarmáls. Það muni sökkva heilu milljónaborgunum í öllum heimsálfum. Í skýrslu IPCC er hins vegar ekki neinar þær upplýsingar að finna sem réttlæta slíka heimsendaspá. Þar segir öllu heldur, að sjávarmál kunni að hækka á þessari öld um 18-59 sentímetra. Gore gerir líka mikið úr þeim möguleika að Golfstraumurinn stöðvist þótt fræðimenn telji það afskaplega ósennilegt. Alarmismi grundvallaður á ýkjum og oftúlkunum er gagnrýniverður. Hann kann jafnvel að hafa þveröfug áhrif. En að sama skapi er varhugavert að gera lítið úr loftslagsvandanum, eins og ýmsir af hörðustu gagnrýnendum Gores hafa tilhneigingu til að gera. Það er hollt að hugsandi fólk um allan heim rökræði fordómalaust um þetta viðfangsefni. Að gera það að trúaratriði pólitískrar rétthugsunar gagnast hins vegar engum. Það er fyrst með alarmisma sem athygli fjöldans næst.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun