Þegar ég varð ær Gerður Kristný skrifar 15. mars 2008 06:00 Þótt maðurinn minn væri að eignast sitt fyrsta barn þarna fyrir rúmum þremur árum var eins og hann hefði margoft staðið í þessum sporum. Ég veitti því nefnilega athygli að í hvert sinn sem ljósmóðir eða læknir minntist á eitthvað varðandi fæðinguna eða sjálft ungbarnið gat hann alltaf komið fénu á Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit að. „Já, maður sér þetta náttúrlega hjá kindunum ..." byrjaði mörg setningin á. Um leið fannst mér sem hann væri að líkja mér saman við skepnurnar en þar sem ég hafði lesið í bókum að nýbakaðar mæður væru eitthvað svo óttalega viðkvæmar ákvað ég að þegja. Þegar næsta barn boðaði komu sína tók klár kona af mér loforð um að vera nú duglegri en áður að tjá tilfinningar mínar. Ég fór yfir það sem betur hefði mátt fara þegar frumburðurinn leit dagsins ljós og mundi þá eftir öllum athugasemdunum sem maðurinn minn hafði látið flakka um rollurnar sem hann hafði séð bera út um allar koppagrundir í æsku. ,,Ég er ekki kind," klykkti ég út með. Ekki gat maðurinn annað en samsinnt því. Síðan fékk ég son númer tvö í fangið og lagði mér á brjóst eins og ég hefði ekki gert annað um ævina. Allt var gott og nú vissi ég heilan helling sem ég hafði ekki haft hugmynd um þegar ég eignaðist son númer eitt. Ljósmóðir beið með okkur hjónunum í vöknuninni eftir að deyfingin fjaraði út og ég gæti farið að hreyfa tærnar. Það var hún sem benti mér á að barnið væri ekki bara að fylla vömbina heldur líka að örva mjólkurframleiðsluna. Varla hafði hún sleppt orðinu þegar ég tók eftir því að brúnir eiginmannsins lyftust. Eitthvað mikið bærðist um í kollinum á honum og viti menn, enn á ný hafði fé fortíðarinnar sótt á hann. Áður en við var litið sagði hann: „Já, maður sér þetta náttúrlega hjá kindunum. Lömbin svoleiðis reka trýnin upp í júgrin á þeim einmitt til að örva mjólkurframleiðsluna." Ég var alveg að fara að minna hann á það sem hann hafði lofað mér en sá skyndilega að mér. Þetta voru ekki bara einhverjar rollur sem hann var að tala um, heldur þrautgott kyn sem staðið hafði af sér móðuharðindi, sóttir og sult. Það er í raun öfundsvert að fá að deila æsku sinni með slíkum stofni og ekkert nema hroki að telja sig hafna yfir íslensku kindina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þótt maðurinn minn væri að eignast sitt fyrsta barn þarna fyrir rúmum þremur árum var eins og hann hefði margoft staðið í þessum sporum. Ég veitti því nefnilega athygli að í hvert sinn sem ljósmóðir eða læknir minntist á eitthvað varðandi fæðinguna eða sjálft ungbarnið gat hann alltaf komið fénu á Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit að. „Já, maður sér þetta náttúrlega hjá kindunum ..." byrjaði mörg setningin á. Um leið fannst mér sem hann væri að líkja mér saman við skepnurnar en þar sem ég hafði lesið í bókum að nýbakaðar mæður væru eitthvað svo óttalega viðkvæmar ákvað ég að þegja. Þegar næsta barn boðaði komu sína tók klár kona af mér loforð um að vera nú duglegri en áður að tjá tilfinningar mínar. Ég fór yfir það sem betur hefði mátt fara þegar frumburðurinn leit dagsins ljós og mundi þá eftir öllum athugasemdunum sem maðurinn minn hafði látið flakka um rollurnar sem hann hafði séð bera út um allar koppagrundir í æsku. ,,Ég er ekki kind," klykkti ég út með. Ekki gat maðurinn annað en samsinnt því. Síðan fékk ég son númer tvö í fangið og lagði mér á brjóst eins og ég hefði ekki gert annað um ævina. Allt var gott og nú vissi ég heilan helling sem ég hafði ekki haft hugmynd um þegar ég eignaðist son númer eitt. Ljósmóðir beið með okkur hjónunum í vöknuninni eftir að deyfingin fjaraði út og ég gæti farið að hreyfa tærnar. Það var hún sem benti mér á að barnið væri ekki bara að fylla vömbina heldur líka að örva mjólkurframleiðsluna. Varla hafði hún sleppt orðinu þegar ég tók eftir því að brúnir eiginmannsins lyftust. Eitthvað mikið bærðist um í kollinum á honum og viti menn, enn á ný hafði fé fortíðarinnar sótt á hann. Áður en við var litið sagði hann: „Já, maður sér þetta náttúrlega hjá kindunum. Lömbin svoleiðis reka trýnin upp í júgrin á þeim einmitt til að örva mjólkurframleiðsluna." Ég var alveg að fara að minna hann á það sem hann hafði lofað mér en sá skyndilega að mér. Þetta voru ekki bara einhverjar rollur sem hann var að tala um, heldur þrautgott kyn sem staðið hafði af sér móðuharðindi, sóttir og sult. Það er í raun öfundsvert að fá að deila æsku sinni með slíkum stofni og ekkert nema hroki að telja sig hafna yfir íslensku kindina.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun