Tíminn með Odd Nerdrum guðsgjöf Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2008 07:15 Þrándur við sjálfsmynd sem hann málaði af sér í hlutverki bresks lávarðar. Fyrsta einkasýning listmálarans Þrándar Þórarinssonar verður opnuð í húsi Ó. Jónssonar og Kaaber á laugardag. Þrándur hrökklaðist á sínum tíma úr námi sínu í Listaháskóla Íslands og gerðist nemandi hjá hinum norska Odd Nerdrum. „Það var ekki hljómgrunnur fyrir því sem ég var að gera og mér var sagt að ég gæti alveg eins gert þetta heima,“ segir Þrándur um hvarf sitt úr málaradeild Listaháskóla Íslands. „Þessi gömlu málverk voru ekki málið og alltaf þegar ég spurði út í þau var sagt að ég gæti lesið um þau í bókum.“ Í kjölfarið hitti Þrándur hinn umdeilda listamann Odd Nerdrum og lærði að mála heima hjá honum í gamla Borgarbókasafninu. „Hann leyfði fólki að koma og mála hjá sér. Kennslan var aðallega fólgin í því að fylgjast með hvernig hann gerði þetta. Ég lærði heilmikið á þessu. Þessi tími með honum var algjör guðsgjöf.“ Á einkasýningunni sýnir Þrándur stór olíumálverk og sækir hann mörg viðfangsefni sín í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum barokks og endurreisnar. Í verkum hans má finna þekkt stef úr íslenskri sögu, meðal annars Njálu og Egilssögu, auk þess sem Galdra-Lofti, Miklabæjar-Sólveigu og Jóni Arasyni bregður fyrir. Þrándur segir að telja megi á fingrum annarrar handar þá listamenn sem máli í sama stíl og hann hérlendis. Flestir listamenn efni til gjörninga eða búi til annars konar list sem telst nútímalegri. „Þetta er búið að vera algjört tabú í listaheiminum. Fyrir þrjátíu árum var þetta algjörlega bannað en núna er þetta aðeins að aukast. Síðan er þetta líka gríðarlega mikil vinna og þarf margra ára nám til að ná tökum á þessu. Þetta er kannski ekki auðveldasta leiðin til að nálgast hlutina. Þessum stíl hefur aldrei verið hampað og málarar hafa átt erfitt uppdráttar með að koma sér á framfæri og fá að halda sýningar,“ segir hann. Sýning Þrándar stendur yfir frá 16. febrúar til 1. mars. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrsta einkasýning listmálarans Þrándar Þórarinssonar verður opnuð í húsi Ó. Jónssonar og Kaaber á laugardag. Þrándur hrökklaðist á sínum tíma úr námi sínu í Listaháskóla Íslands og gerðist nemandi hjá hinum norska Odd Nerdrum. „Það var ekki hljómgrunnur fyrir því sem ég var að gera og mér var sagt að ég gæti alveg eins gert þetta heima,“ segir Þrándur um hvarf sitt úr málaradeild Listaháskóla Íslands. „Þessi gömlu málverk voru ekki málið og alltaf þegar ég spurði út í þau var sagt að ég gæti lesið um þau í bókum.“ Í kjölfarið hitti Þrándur hinn umdeilda listamann Odd Nerdrum og lærði að mála heima hjá honum í gamla Borgarbókasafninu. „Hann leyfði fólki að koma og mála hjá sér. Kennslan var aðallega fólgin í því að fylgjast með hvernig hann gerði þetta. Ég lærði heilmikið á þessu. Þessi tími með honum var algjör guðsgjöf.“ Á einkasýningunni sýnir Þrándur stór olíumálverk og sækir hann mörg viðfangsefni sín í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum barokks og endurreisnar. Í verkum hans má finna þekkt stef úr íslenskri sögu, meðal annars Njálu og Egilssögu, auk þess sem Galdra-Lofti, Miklabæjar-Sólveigu og Jóni Arasyni bregður fyrir. Þrándur segir að telja megi á fingrum annarrar handar þá listamenn sem máli í sama stíl og hann hérlendis. Flestir listamenn efni til gjörninga eða búi til annars konar list sem telst nútímalegri. „Þetta er búið að vera algjört tabú í listaheiminum. Fyrir þrjátíu árum var þetta algjörlega bannað en núna er þetta aðeins að aukast. Síðan er þetta líka gríðarlega mikil vinna og þarf margra ára nám til að ná tökum á þessu. Þetta er kannski ekki auðveldasta leiðin til að nálgast hlutina. Þessum stíl hefur aldrei verið hampað og málarar hafa átt erfitt uppdráttar með að koma sér á framfæri og fá að halda sýningar,“ segir hann. Sýning Þrándar stendur yfir frá 16. febrúar til 1. mars.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira