Rotin rómantík Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 15. febrúar 2008 05:45 Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaðiboxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga. Bleik blúnduhjörtu, sykursæt gjafakort og slepjulegir tuskubangsar með áletruninni „I love you" hljóta að vera ávísun á ælupest eða niðurgang. Andúð mín á valentínusardeginum ber líklega vott um dulda fordóma og útlendingahatur. Mér finnst sjálfsagt að gleðja makann á hinum alíslenska bóndadegi og bíð auðvitað spennt eftir konudeginum en amerísku valentínusarvæmnina vil ég ekki sjá á mínu dagatali. Þótt valentínusardagurinn hafi aldrei náð að festa vel rætur á Íslandi er augljóst að útlenskar og ófrumlegar klisjur um rómantík hafa gjörspillt landanum. Stundum sér maður stutt viðtöl (til dæmis við keppendur í fegurðarsamkeppnum og þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþáttum) þar sem spurt er hvað rómantík sé. Flestir nefna steingelda hluti eins og kertaljós og kampavín eða ganga jafnvel svo langt að segja að ökuferð í limmósínu og bónorð í beinni útsendingu séu ávísun á eilífa ástarsælu. Þvílík þvæla. Sönn íslensk rómantík er sannari og tilgerðarlausari en þessi ameríska sykurbræla. Á tímabili snemma á 20. öld þróaðist hinn gamli séríslenski öskupokasiður á öskudaginn í þá átt að vera eins konar valentínusarkort. Stúlkur reyndu að lauma öskupoka á piltinn sem þær voru skotnar í og öfugt. Líklega er ekki til betra dæmi um íslenska rómantík. Þetta er náttúrlega miklu rómantískara en konfektkassi og blómvöndur því það krefst natni og tíma að sauma öskupoka. Að auki samræmist siðurinn vel þeirri tilhneigingu Íslendinga að fara leynt með tilfinningar sínar. Engin óþarfa væmni eða hreinskilni - maður laumast bara aftan að ástinni sinni, festir á hana öskupoka og hleypur í burt. Við þessa kuldalegu ástarjátningu bætist svo alíslensk kaldhæðni því það að hengja ösku á þann sem þú elskar hlýtur að vera áminning um það að ást sem brennur of heitt breytist í ösku fyrr en þig grunar. Ég held við ættum að endurvekja þennan sið að ári. Vanti menn ösku í pokana má brenna valentínusarkortin frá því í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaðiboxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga. Bleik blúnduhjörtu, sykursæt gjafakort og slepjulegir tuskubangsar með áletruninni „I love you" hljóta að vera ávísun á ælupest eða niðurgang. Andúð mín á valentínusardeginum ber líklega vott um dulda fordóma og útlendingahatur. Mér finnst sjálfsagt að gleðja makann á hinum alíslenska bóndadegi og bíð auðvitað spennt eftir konudeginum en amerísku valentínusarvæmnina vil ég ekki sjá á mínu dagatali. Þótt valentínusardagurinn hafi aldrei náð að festa vel rætur á Íslandi er augljóst að útlenskar og ófrumlegar klisjur um rómantík hafa gjörspillt landanum. Stundum sér maður stutt viðtöl (til dæmis við keppendur í fegurðarsamkeppnum og þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþáttum) þar sem spurt er hvað rómantík sé. Flestir nefna steingelda hluti eins og kertaljós og kampavín eða ganga jafnvel svo langt að segja að ökuferð í limmósínu og bónorð í beinni útsendingu séu ávísun á eilífa ástarsælu. Þvílík þvæla. Sönn íslensk rómantík er sannari og tilgerðarlausari en þessi ameríska sykurbræla. Á tímabili snemma á 20. öld þróaðist hinn gamli séríslenski öskupokasiður á öskudaginn í þá átt að vera eins konar valentínusarkort. Stúlkur reyndu að lauma öskupoka á piltinn sem þær voru skotnar í og öfugt. Líklega er ekki til betra dæmi um íslenska rómantík. Þetta er náttúrlega miklu rómantískara en konfektkassi og blómvöndur því það krefst natni og tíma að sauma öskupoka. Að auki samræmist siðurinn vel þeirri tilhneigingu Íslendinga að fara leynt með tilfinningar sínar. Engin óþarfa væmni eða hreinskilni - maður laumast bara aftan að ástinni sinni, festir á hana öskupoka og hleypur í burt. Við þessa kuldalegu ástarjátningu bætist svo alíslensk kaldhæðni því það að hengja ösku á þann sem þú elskar hlýtur að vera áminning um það að ást sem brennur of heitt breytist í ösku fyrr en þig grunar. Ég held við ættum að endurvekja þennan sið að ári. Vanti menn ösku í pokana má brenna valentínusarkortin frá því í ár.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun