101 Reykjavík Davíð Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2008 06:00 Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því. Reyndar stórefa ég að þeir, sem létu tilfinningarnar hlaupa með sig í verstu gönurnar úr ræðustól borgarstjórnar í kjölfar þeirra sviptinga sem þar áttu sér stað fyrir hundraðogeitthvað dögum, gætu allir harkað slíkt vottorð út úr samviskusömum lækni. Borgarstjórinn er með lítið fylgi. Leikreglur lýðræðisins leyfa að litlir flokkar lendi í oddaaðstöðu sem gerir fulltrúum þeirra kleift að komast í meiri valdastöður en fylgið gefur augljóst tilefni til, eins og mýmörg dæmi eru um í ríkisstjórnum. Slíkir menn hafa oft gegnt störfum sínum með sóma og verið farsælir í embætti. Heyrst hefur að kjósendur borgarstjórans hafi alls ekki verið að kjósa hann heldur einhvern annan, gott ef ekki einhvern allt annan flokk sem var ekki einu sinni í framboði. Auðvitað er sú umræða út í hött. Ég veit hvorki til þess að kjósendur borgarstjórans hafi strikað hann út í meiri mæli en eðlilegt getur talist né að þeir hafi verið inntir á marktækan hátt eftir forsendum sínum fyrir því hvernig þeir greiddu atkvæði. Þótt flokkur borgarstjórans mælist varla í skoðanakönnunum um þessar mundir þá veljum við okkur ekki leiðtoga í skoðanakönnunum heldur kosningum. Ekkert af því sem einkennt hefur umræðuna skiptir m. ö. o. neinu máli. Það eru málefnin sem skipta máli og ég verð að viðurkenna að ég saup hveljur þegar ég heyrði málefnasamning nýrrar borgarstjórnar. Kaupa á húsin við Laugaveg, hvað sem þau kosta, að því er virðist í þeim tilgangi einum að „varðveita 19. aldar götumynd". Er það þá stefna Sjálfstæðisflokksins að borgin eigi að vera í þeim bisnes að kaupa gömul hús, gera þau upp og selja eða leigja? Öðruvísi mér áður brá. Að auki er helsta kosningamál borgarstjórans í höfn: Flugvöllurinn skal vera í Vatnsmýrinni áfram. Það þýðir að hundsa á lýðræðislega fram kominn vilja Reykvíkinga og svíkja skuldbindingar fyrri borgarstjórnar um að lúta honum. Það er hið alvarlega í málinu, ekki heilsufar borgarstjórans, fylgi eða meint sinnaskipti þess samkvæmt könnunum. Það er þarna sem manni finnst leikreglur lýðræðisins brotnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því. Reyndar stórefa ég að þeir, sem létu tilfinningarnar hlaupa með sig í verstu gönurnar úr ræðustól borgarstjórnar í kjölfar þeirra sviptinga sem þar áttu sér stað fyrir hundraðogeitthvað dögum, gætu allir harkað slíkt vottorð út úr samviskusömum lækni. Borgarstjórinn er með lítið fylgi. Leikreglur lýðræðisins leyfa að litlir flokkar lendi í oddaaðstöðu sem gerir fulltrúum þeirra kleift að komast í meiri valdastöður en fylgið gefur augljóst tilefni til, eins og mýmörg dæmi eru um í ríkisstjórnum. Slíkir menn hafa oft gegnt störfum sínum með sóma og verið farsælir í embætti. Heyrst hefur að kjósendur borgarstjórans hafi alls ekki verið að kjósa hann heldur einhvern annan, gott ef ekki einhvern allt annan flokk sem var ekki einu sinni í framboði. Auðvitað er sú umræða út í hött. Ég veit hvorki til þess að kjósendur borgarstjórans hafi strikað hann út í meiri mæli en eðlilegt getur talist né að þeir hafi verið inntir á marktækan hátt eftir forsendum sínum fyrir því hvernig þeir greiddu atkvæði. Þótt flokkur borgarstjórans mælist varla í skoðanakönnunum um þessar mundir þá veljum við okkur ekki leiðtoga í skoðanakönnunum heldur kosningum. Ekkert af því sem einkennt hefur umræðuna skiptir m. ö. o. neinu máli. Það eru málefnin sem skipta máli og ég verð að viðurkenna að ég saup hveljur þegar ég heyrði málefnasamning nýrrar borgarstjórnar. Kaupa á húsin við Laugaveg, hvað sem þau kosta, að því er virðist í þeim tilgangi einum að „varðveita 19. aldar götumynd". Er það þá stefna Sjálfstæðisflokksins að borgin eigi að vera í þeim bisnes að kaupa gömul hús, gera þau upp og selja eða leigja? Öðruvísi mér áður brá. Að auki er helsta kosningamál borgarstjórans í höfn: Flugvöllurinn skal vera í Vatnsmýrinni áfram. Það þýðir að hundsa á lýðræðislega fram kominn vilja Reykvíkinga og svíkja skuldbindingar fyrri borgarstjórnar um að lúta honum. Það er hið alvarlega í málinu, ekki heilsufar borgarstjórans, fylgi eða meint sinnaskipti þess samkvæmt könnunum. Það er þarna sem manni finnst leikreglur lýðræðisins brotnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun