Granatepli og fíkjur í salatið 31. janúar 2008 06:00 Marentza Poulsen lumar á ýmsum ábendingum til að gera salöt áhugaverðari fyrir bæði augu og munn. Fréttablaðið/Hörður Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun Matur Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið
Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun
Matur Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp