Að grípa á lofti Þorsteinn Pálsson skrifar 30. janúar 2008 08:00 Þingmenn tveggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fiskveiðistjórnunarlögunum verði breytt í kjölfar sjónarmiða mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Með því hafa þeir hent upp bolta sem vert getur verið að grípa á lofti. Sjálfir leggja þingmennirnir ekkert til í þessu efni. Sú þögn talar sínu máli. En framtak þeirra gefur hins vegar ærið tilefni til að kalla eftir slíkum tillögum frá þeim sem hæst tala um nauðsyn breytinga. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar setja þau sjálfsögðu skilyrði að fiskveiðistjórnunarlögin tryggi jafnræði borgaranna, sanngirni og mannréttindi. Ágreiningslaust ætti einnig að vera að ný lagaákvæði þurfi að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna, að þau opni ekki fyrir þann möguleika að rýra hlut einstakra byggða með stjórnvaldsákvörðunum, að þau dragi ekki úr þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins, að þau veiki ekki rekstrarlegar forsendur einstakra starfandi sjávarútvegsfyrirtækja og að þau leiði ekki til bótaskyldu úr ríkissjóði vegna stjórnarskrárvarinna réttinda. Ætla verður að almenn samstaða sé um slík sanngirnisskilyrði enda eru þau öll í góðu samræmi við álit mannréttindanefndarinnar. Ef þau eru að engu höfð er hætt við að breytingar leiði til meiriháttar átaka og jafnvel skerðinga á atvinnufrelsi og mannréttindum. Gera má ráð fyrir að þeir sem mest hafa kallað á breytingar hafi hugsað málið dýpst og eigi þar af leiðandi lausnir á bak við tjöldin sem fullnægi öllum þessum almennu sanngirnisviðmiðunum. Ólíklegt er að einhver sé andvígur þeim. Sé svo er á hinn bóginn brýnt að það komi fram. Fyrir þeirri andstöðu þyrfti af augljósum ástæðum að færa afar gild rök. Það eina sem meirihluti mannréttindanefndarinnar bendir á að er sérstætt við íslensku fiskveiðistjórnarlögin er sameignarákvæðið. Nærtækt er því að leiða að því líkur að með því einu að fella það út standist lögin rétt eins og sambærileg löggjöf annarra landa þar sem úthlutun veiðiréttinda er yfirleitt byggð á veiðireynslu. Ísland var að vissu leyti forysturíki um markaðsvæðingu sjávarútvegs. Aðrar þjóðir hafa í vaxandi mæli farið inn á sömu braut. Slík skipan hefur hvergi verið talin andstæð mannréttindum. Verulegar lagabreytingar sýnast því óþarfar. En umræða um samanburð á mismunandi kostum er lýðræðislega mikilvæg. Vel má vera að tryggja þurfi einstökum þingflokkum sérstaka lögfræðilega aðstoð við gerð tillagna af þessu tagi. Þó að því fylgi nokkur kostnaður er alveg ljóst að lýðræðisleg nauðsyn kallar á að slíkar tillögur liggi fyrir í nákvæmri útfærslu. Síðan þarf að meta hvernig þær fullnægja hinum almennu skilyrðum og kröfum sem gera verður til heildstæðrar löggjafar af þessu tagi. Þeir sem krefjast breytinga þurfa um leið að vera reiðubúnir að ræða áhrif þeirra í víðtæku samhengi og hvernig þær samræmast almennu skilyrðunum. Án skýrra heildstæðra kosta verður umræðan áfram bæði ómarkviss og yfirborðskennd. Andsvör verða ekki höfð uppi við hugmyndum sem ekki eru til í nákvæmri útfærslu eða haldið er leyndum. Verði lagt í vandaða vinnu af þessu tagi þar sem mismunandi lausnir einstakra stjórnmálaflokka eru útfærðar og metnar af sjálfstæðum aðilum er með skýrum hætti unnt að benda mannréttindanefndinni á að brugðist hafi verið við sjónarmiðum hennar með eins lýðræðislegum aðferðum og kostur er á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þingmenn tveggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fiskveiðistjórnunarlögunum verði breytt í kjölfar sjónarmiða mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Með því hafa þeir hent upp bolta sem vert getur verið að grípa á lofti. Sjálfir leggja þingmennirnir ekkert til í þessu efni. Sú þögn talar sínu máli. En framtak þeirra gefur hins vegar ærið tilefni til að kalla eftir slíkum tillögum frá þeim sem hæst tala um nauðsyn breytinga. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar setja þau sjálfsögðu skilyrði að fiskveiðistjórnunarlögin tryggi jafnræði borgaranna, sanngirni og mannréttindi. Ágreiningslaust ætti einnig að vera að ný lagaákvæði þurfi að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna, að þau opni ekki fyrir þann möguleika að rýra hlut einstakra byggða með stjórnvaldsákvörðunum, að þau dragi ekki úr þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins, að þau veiki ekki rekstrarlegar forsendur einstakra starfandi sjávarútvegsfyrirtækja og að þau leiði ekki til bótaskyldu úr ríkissjóði vegna stjórnarskrárvarinna réttinda. Ætla verður að almenn samstaða sé um slík sanngirnisskilyrði enda eru þau öll í góðu samræmi við álit mannréttindanefndarinnar. Ef þau eru að engu höfð er hætt við að breytingar leiði til meiriháttar átaka og jafnvel skerðinga á atvinnufrelsi og mannréttindum. Gera má ráð fyrir að þeir sem mest hafa kallað á breytingar hafi hugsað málið dýpst og eigi þar af leiðandi lausnir á bak við tjöldin sem fullnægi öllum þessum almennu sanngirnisviðmiðunum. Ólíklegt er að einhver sé andvígur þeim. Sé svo er á hinn bóginn brýnt að það komi fram. Fyrir þeirri andstöðu þyrfti af augljósum ástæðum að færa afar gild rök. Það eina sem meirihluti mannréttindanefndarinnar bendir á að er sérstætt við íslensku fiskveiðistjórnarlögin er sameignarákvæðið. Nærtækt er því að leiða að því líkur að með því einu að fella það út standist lögin rétt eins og sambærileg löggjöf annarra landa þar sem úthlutun veiðiréttinda er yfirleitt byggð á veiðireynslu. Ísland var að vissu leyti forysturíki um markaðsvæðingu sjávarútvegs. Aðrar þjóðir hafa í vaxandi mæli farið inn á sömu braut. Slík skipan hefur hvergi verið talin andstæð mannréttindum. Verulegar lagabreytingar sýnast því óþarfar. En umræða um samanburð á mismunandi kostum er lýðræðislega mikilvæg. Vel má vera að tryggja þurfi einstökum þingflokkum sérstaka lögfræðilega aðstoð við gerð tillagna af þessu tagi. Þó að því fylgi nokkur kostnaður er alveg ljóst að lýðræðisleg nauðsyn kallar á að slíkar tillögur liggi fyrir í nákvæmri útfærslu. Síðan þarf að meta hvernig þær fullnægja hinum almennu skilyrðum og kröfum sem gera verður til heildstæðrar löggjafar af þessu tagi. Þeir sem krefjast breytinga þurfa um leið að vera reiðubúnir að ræða áhrif þeirra í víðtæku samhengi og hvernig þær samræmast almennu skilyrðunum. Án skýrra heildstæðra kosta verður umræðan áfram bæði ómarkviss og yfirborðskennd. Andsvör verða ekki höfð uppi við hugmyndum sem ekki eru til í nákvæmri útfærslu eða haldið er leyndum. Verði lagt í vandaða vinnu af þessu tagi þar sem mismunandi lausnir einstakra stjórnmálaflokka eru útfærðar og metnar af sjálfstæðum aðilum er með skýrum hætti unnt að benda mannréttindanefndinni á að brugðist hafi verið við sjónarmiðum hennar með eins lýðræðislegum aðferðum og kostur er á.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun