Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa hefur hækkað að mestu þrátt fyrir að dregið hafi úr framleiðni og fjárfestingum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa hefur hækkað að mestu þrátt fyrir að dregið hafi úr framleiðni og fjárfestingum. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Að sögn fréttastofu Associated Press gera flestir ráð fyrir því að seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við ástæðum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta þrátt fyrir að Bernanke hafi ekkert slíkt látið uppi.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 0,28 prósent, Dow Jones-vísitalan um 0,90 prósent og S&P 500-vísitalan um tæp 0,6 prósent.

Gengi vísitalna hefur á móti lækkað um tæp átta prósent á hlutabréfamörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×