Lækkun í Evrópu og Asíu 29. ágúst 2007 09:11 Miðlari á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa féll þar í landi í gær eftir að dró úr væntingum bandarískra neytenda. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira