Viðskipti erlent

Samruni í bígerð við Persaflóa

Maður gengur framhjá National Bank of Dubaí.
Maður gengur framhjá National Bank of Dubaí. Mynd/AFP

Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Bankarnir heita Emirates Bank International og National Bank of Dubai. Stjórnvöld í Dubaí á 75 prósent í fyrrnefnda bankanum en 14 prósenta hlut í hinum. Viðskipti með bréf beggja banka hafa verið stöðvuð á meðan samrunaviðræður eiga sér stað.

Gert er ráð fyrir því að viðræðurnar standi yfir í um tvær vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×