Viðskipti erlent

Norðmenn hækka stýrivexti

Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að hærri stýrivextir komi að miklu leyti til vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á eldsneyti en Noregur er fimmti stærsti útflytjandi eldsneytis í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×