Viðskipti erlent

Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur

Kauphöllin í Sjanghæ í Kína.
Kauphöllin í Sjanghæ í Kína. Mynd/AFP

Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til spákaupa á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna.

Auk þessa voru lánaheimildir bankanna minnkaðar auk þess sem einum banka er óheimilt að veita lán í hálft ár. Sami banki fékk sömuleiðis sekt upp á 1,69 milljarða júana, jafnvirði rúmra 14 milljóna króna. Hinir bankarnir fengu lægri sektir. Fyrirtækin sem fengu lánin og nýttu þau til hlutabréfa- og fasteignakaupa fengu sömuleiðis sektir.

Fjármálayfirvöld í Kína vísuðu í rökstuðningi sínum til þess að ríkisfyrirtæki ættu ekki að taka þátt í kaupum sem þessum enda gæti það ýtt undir bólumyndun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×